Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2019 21:45 Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon eiga Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Stöð 2/Einar Árnason. Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48