Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. vísir/hafsteinn Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira