Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 12:09 Frá Húsnæðisþingi á Hotel Nordica fyrr í dag. Íbúðalánasjóður Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson. Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson.
Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira