Jafnt hjá Úlfunum í Portúgal Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 20:00 vísir/getty Braga og Úlfarnir gerðu jafntefli í toppslag í K-riðli í Evrópudeildinni í kvöld. Heimamenn í Braga komust yfir strax á sjöttu mínútu en þá datt Raul Jimenez í gírinn. Hann jafnaði metin á 14. mínútu og lagði svo upp tvö mörk á tveggja mínútna kafla eftir um hálftíma leik. Portúgalirnir komust inn í leikinn á 64. mínútu með marki frá Paulinho og þeir jöfnuðu svo leikinn með marki Fransergio Fransergio á 79. mínútu. Þannig lauk leik, með 3-3 jafntefli. Braga er í toppsæti riðilsins með 11 stig og Úlfarnir 10 þegar ein umferð er eftir. Evrópudeild UEFA
Braga og Úlfarnir gerðu jafntefli í toppslag í K-riðli í Evrópudeildinni í kvöld. Heimamenn í Braga komust yfir strax á sjöttu mínútu en þá datt Raul Jimenez í gírinn. Hann jafnaði metin á 14. mínútu og lagði svo upp tvö mörk á tveggja mínútna kafla eftir um hálftíma leik. Portúgalirnir komust inn í leikinn á 64. mínútu með marki frá Paulinho og þeir jöfnuðu svo leikinn með marki Fransergio Fransergio á 79. mínútu. Þannig lauk leik, með 3-3 jafntefli. Braga er í toppsæti riðilsins með 11 stig og Úlfarnir 10 þegar ein umferð er eftir.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti