Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 19:45 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal. Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal.
Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira