Hong Kong á barmi upplausnar Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Mótmælendur kveiktu elda í Hong Kong í gær. Nordicphotos/Getty Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30