Fótbolti

David Villa leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Villa með heimsmeistarabikarinn.
Villa með heimsmeistarabikarinn. vísir/getty
David Villa ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Japan lýkur. Hann er markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi með 59 mörk.



Villa varð Evrópumeistari með Spáni 2008 og heimsmeistari tveimur árum síðar. Hann varð markakóngur á EM 2008 og þriðji markahæstur á HM 2010.

Eftir fimm ár í herbúðum Valencia gekk Villa í raðir Barcelona 2010. Hann varð þrisvar sinnum Spánarmeistari, einu sinni bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Barcelona. Hann skoraði í sigri Barcelona á Manchester United, 3-1, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2011.

Villa varð einnig Spánarmeistari með Atlético Madrid og bikarmeistari með Real Zaragoza og Valencia.



Árið 2014 fór Villa til Bandaríkjanna og lék með New York City í fjögur ár. Hann samdi svo við Vissel Kobe í Japan í lok síðasta árs.

Villa, sem verður 38 ára 1. desember, hefur alls skorað 376 mörk í 752 leikjum með félagsliðum á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×