Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2019 12:00 Kent (t.v.) og Taylor (t.h.) voru fyrstu embættismennirnir sem báru vitni fyrir opnum dyrum í rannsókn þingsins á Trump. Vísir/AP Framburður starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu fyrir Bandaríkjaþingi í gær gaf frekari vísbendingar um persónulega aðild Donalds Trump Bandaríkjaforseta að mánaðalangri þrýstingsherferð á úkraínsk stjórnvöld um pólitískan greiða umfram það sem þegar er komið fram. Opnar vitnaleiðslur í rannsókn þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump hófust í gær. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra yfir málefnum Evrópu og Evrasíu, voru fyrstu embættismennirnir sem báru vitni fyrir opnum tjöldum í rannsókninni. Þeir sátu fyrir svörum demókrata og repúblikana í á sjöttu klukkustund. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings snýst um hvort Trump hafi misnotað vald sitt sem forseti þegar hann og bandamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, pólitískan keppinaut hans, og stoðlausa samsæriskenningu um bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur verið sakaður um að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu með Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, til að þvinga Úkraínumennina til að verða við kröfum hans. Repúblikanar vörðu forsetann með kjafti og klóm í gær. Þeir halda því fram að rannsóknin sé skrípaleikur og að Trump hafi ekkert gert rangt. Ásakanir á hendur honum byggist á framburði embættismanna sem hafi aldrei hitt eða rætt við forsetann heldur byggi framburð sinn á því sem aðrir hafi sagt þeim. Nýjar upplýsingar komu þó fram í máli Taylor sem grófu undan þeirri málsvörn repúblikana. Hann greindi þannig frá símtali á milli Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, og Trump forseta sem ekki hefur verið sagt frá áður og bendlar forsetann beint við þrýstingsherferðina sem trúnaðarmenn hans héldu uppi gegn Úkraínu, að sögn Washington Post. Taylor sagði að frá því að hann bar upphaflega vitni á bak við luktar dyr hafi hann fengið upplýsingar um símtalið frá starfsmanni sínum og því bætti hann því við framburð sinn nú.Aðstoðarmaður heyrði símtal Trump og Sondland Símtalið átti sér stað þegar Sondland var staddur í Kænugarði í júlí en Taylor var sjálfur staddur á vígstöðvunum í Austur-Úkraínu þar sem Úkraínumenn berjast við uppreisnarmenn sem eru studdir Rússum. Aðstoðarmaður Taylor heyrði Sondland ræða við Trump í farsíma. „Starfsmaður minn heyrði Trump forseta í símanum spyrja Sondland sendiherra um „rannsóknirnar“,“ sagði Taylor sem taldi þá vera að fylgja eftir símtali Trump við Zelenskíj sem hafði átt sér stað daginn áður. „Sondland sendiherra sagði Trump forseta að Úkraínumennirnir væru tilbúnir að halda áfram,“ sagði Taylor. Starfsmaðurinn sem heyrði símtalið hafi í kjölfarið spurt Sondland hvað Trump forseta þætti um Úkraínu. „Trump forseta er meira umhugað um rannsóknirnar á Biden,“ á svar Sondland að hafa verið. Talið er að starfsmaður Taylor sem heyrði símtalið beri vitni fyrir þingnefndunum á næstu dögum. Sondland ber sjálfur vitni opinberlega í næstu viku. Fréttamaður Fox spurði Trump út í símtalið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagðist forsetinn þá ekkert kannast við það. „Ég veit ekkert um það. Þetta er fyrsta skipti sem ég heyri um það,“ sagði Trump.Unnu með spilltum úkraínskum saksóknurum Bæði Taylor og Kent lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkjastjórn styddi Úkraínu í átökum við Rússa í austurhluta landsins. Auk hernaðaraðstoðar styddu Bandaríkin úkraínskir stofnanir til að þær gætu betur tekið á landlægri spillingu og eflt réttarríkið. Það væru hagsmunir Bandaríkjanna og í samræmi við utanríkisstefnu þeirra frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þeir drógu upp dökka mynd af skuggautanríkisstefnu sem nokkrir trúnaðarmenn Trump forseta ráku gagnvart fyrrum Sovétlýðveldinu sem þeir töldu stangast á við þessar langvarandi stefnu og þjóðaröryggishagsmuni Bandaríkjanna. Kent sagðist hafa verið óundirbúinn fyrir að bandarískir borgarar ynnu með spilltum Úkraínumönnum vegna þeirra eigin persónulegu hagsmuna. Vísaði embættismaðurinn þar til ófrægingarherferðar Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, og tveggja samverkamanna hans gegn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Þá ófrægingarherferð taldi Kent eiga rætur sínar hjá spilltum úkraínskum fyrrverandi saksóknurum sem Joe Biden þrýsti á að yrðu reknir þegar hann var varaforseti. Þannig væru þeir að ná sér niðri á þeim sem afhjúpuðu spillingu þeirra. Trump og Giuliani hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Hann hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara þar til að verja hagsmuni sonar síns Hunter Biden sem sat í stjórn úkraínska olíufyrirtækisins Burisma. Ekkert hefur þó komið fram um að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð saknæmt í Úkraínu. Rannsókn stóð ekki yfir á fyrirtækinu þegar Biden varaforseti þrýsti á Úkraínu að reka saksóknara sem vestræn ríki töldu spilltan. Kent sagðist þó hafa talið á sínum tíma að seta Hunter Biden í stjórn Burisma gæti skapað hættu á hagsmunaárekstri. Var Kent ómyrkur í máli þegar hann sagðist telja að Bandaríkjastjórn ætti ekki að reyna að fá erlend ríki til að hefja pólitískar rannsóknir því það græfi undan réttarríkinu, sama í hvaða landi það væri.Taldi allt hvíla á rannsóknunum Taylor lýsti vaxandi áhyggjum sínum af því að stjórn Trump héldi eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu án nokkurrar ástæðu. Trump skipaði fyrir um að aðstoðin skyldi stöðvuð í júlí, rétt fyrir frægt símtal hans við Zelenskíj forseta þar sem hann þrýsti ítrekað á um rannsókn á Biden og samsæriskenningunni um kosningarnar 2016. Vísaði Taylor til samskipta sinna við Sondland og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, um að honum hafi orðið ljóst að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem Zelenskíj sóttist eftir hefði verið skilyrtur við að úkraínsk stjórnvöld féllust opinberlega á rannsóknirnar.„Það hvíldi allt á rannsóknunum,“ sagði Taylor að Sondland hefði sagt sér eftir að sá síðarnefndi ræddi við Trump forseta. Ekki aðeins það heldur hafi Sondland sagt Taylor að hann hafi upphaflega gert mistök með að færa úkraínskum embættismönnum þau skilaboð að til að fá fund í Hvíta húsinu þyrftu þeir að tilkynna opinberlega um rannsóknirnar. Það rétta væri að hernaðaraðstoðin væri einnig háð því skilyrði. Bar Taylor vitni um að þrýstingsherferðin hafi farið fram í gegnum óhefðbundnar samskiptaleiðir sem Giuliani, Sondland, Volker og Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra, stýrðu. Trump og bandamenn hans hafa lagt megináherslu á að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum þeirra við úkraínsk stjórnvöld. Taylor sagði að Sondland hafi einnig haldið því fram við sig, Zelenskíj og Andrei Jermak, helsta ráðgjafa Zelenskíj. Engu að síður hafi stuðningur Bandaríkjastjórnar við Úkraínu staðið og fallið með því að Zelenskíj léti undan Trump um rannsóknirnar á pólitískum andstæðingum hans. „Sondland sendihera sagði líka að hann hefði talað við Zelenskíj forseta og herra Jermak og sagt þeim að, þó að þetta væru ekki kaup kaups“ þá yrði „þrátefli“ uppi ef Zelenskíj „hreinsaði hlutina ekki upp“ opinberlega,“ sagði Taylor. Hann túlkaði þau orð Sondland þannig að Úkraína fengi ekki hernaðaraðstoðina nema Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Opinberar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hefjast í dag Vitni verða í fyrsta skipti leidd opinberlega fyrir nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í dag. 13. nóvember 2019 12:45 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Framburður starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu fyrir Bandaríkjaþingi í gær gaf frekari vísbendingar um persónulega aðild Donalds Trump Bandaríkjaforseta að mánaðalangri þrýstingsherferð á úkraínsk stjórnvöld um pólitískan greiða umfram það sem þegar er komið fram. Opnar vitnaleiðslur í rannsókn þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump hófust í gær. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra yfir málefnum Evrópu og Evrasíu, voru fyrstu embættismennirnir sem báru vitni fyrir opnum tjöldum í rannsókninni. Þeir sátu fyrir svörum demókrata og repúblikana í á sjöttu klukkustund. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings snýst um hvort Trump hafi misnotað vald sitt sem forseti þegar hann og bandamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, pólitískan keppinaut hans, og stoðlausa samsæriskenningu um bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur verið sakaður um að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu með Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, til að þvinga Úkraínumennina til að verða við kröfum hans. Repúblikanar vörðu forsetann með kjafti og klóm í gær. Þeir halda því fram að rannsóknin sé skrípaleikur og að Trump hafi ekkert gert rangt. Ásakanir á hendur honum byggist á framburði embættismanna sem hafi aldrei hitt eða rætt við forsetann heldur byggi framburð sinn á því sem aðrir hafi sagt þeim. Nýjar upplýsingar komu þó fram í máli Taylor sem grófu undan þeirri málsvörn repúblikana. Hann greindi þannig frá símtali á milli Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, og Trump forseta sem ekki hefur verið sagt frá áður og bendlar forsetann beint við þrýstingsherferðina sem trúnaðarmenn hans héldu uppi gegn Úkraínu, að sögn Washington Post. Taylor sagði að frá því að hann bar upphaflega vitni á bak við luktar dyr hafi hann fengið upplýsingar um símtalið frá starfsmanni sínum og því bætti hann því við framburð sinn nú.Aðstoðarmaður heyrði símtal Trump og Sondland Símtalið átti sér stað þegar Sondland var staddur í Kænugarði í júlí en Taylor var sjálfur staddur á vígstöðvunum í Austur-Úkraínu þar sem Úkraínumenn berjast við uppreisnarmenn sem eru studdir Rússum. Aðstoðarmaður Taylor heyrði Sondland ræða við Trump í farsíma. „Starfsmaður minn heyrði Trump forseta í símanum spyrja Sondland sendiherra um „rannsóknirnar“,“ sagði Taylor sem taldi þá vera að fylgja eftir símtali Trump við Zelenskíj sem hafði átt sér stað daginn áður. „Sondland sendiherra sagði Trump forseta að Úkraínumennirnir væru tilbúnir að halda áfram,“ sagði Taylor. Starfsmaðurinn sem heyrði símtalið hafi í kjölfarið spurt Sondland hvað Trump forseta þætti um Úkraínu. „Trump forseta er meira umhugað um rannsóknirnar á Biden,“ á svar Sondland að hafa verið. Talið er að starfsmaður Taylor sem heyrði símtalið beri vitni fyrir þingnefndunum á næstu dögum. Sondland ber sjálfur vitni opinberlega í næstu viku. Fréttamaður Fox spurði Trump út í símtalið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagðist forsetinn þá ekkert kannast við það. „Ég veit ekkert um það. Þetta er fyrsta skipti sem ég heyri um það,“ sagði Trump.Unnu með spilltum úkraínskum saksóknurum Bæði Taylor og Kent lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkjastjórn styddi Úkraínu í átökum við Rússa í austurhluta landsins. Auk hernaðaraðstoðar styddu Bandaríkin úkraínskir stofnanir til að þær gætu betur tekið á landlægri spillingu og eflt réttarríkið. Það væru hagsmunir Bandaríkjanna og í samræmi við utanríkisstefnu þeirra frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þeir drógu upp dökka mynd af skuggautanríkisstefnu sem nokkrir trúnaðarmenn Trump forseta ráku gagnvart fyrrum Sovétlýðveldinu sem þeir töldu stangast á við þessar langvarandi stefnu og þjóðaröryggishagsmuni Bandaríkjanna. Kent sagðist hafa verið óundirbúinn fyrir að bandarískir borgarar ynnu með spilltum Úkraínumönnum vegna þeirra eigin persónulegu hagsmuna. Vísaði embættismaðurinn þar til ófrægingarherferðar Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, og tveggja samverkamanna hans gegn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Þá ófrægingarherferð taldi Kent eiga rætur sínar hjá spilltum úkraínskum fyrrverandi saksóknurum sem Joe Biden þrýsti á að yrðu reknir þegar hann var varaforseti. Þannig væru þeir að ná sér niðri á þeim sem afhjúpuðu spillingu þeirra. Trump og Giuliani hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Hann hafi þrýst á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara þar til að verja hagsmuni sonar síns Hunter Biden sem sat í stjórn úkraínska olíufyrirtækisins Burisma. Ekkert hefur þó komið fram um að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð saknæmt í Úkraínu. Rannsókn stóð ekki yfir á fyrirtækinu þegar Biden varaforseti þrýsti á Úkraínu að reka saksóknara sem vestræn ríki töldu spilltan. Kent sagðist þó hafa talið á sínum tíma að seta Hunter Biden í stjórn Burisma gæti skapað hættu á hagsmunaárekstri. Var Kent ómyrkur í máli þegar hann sagðist telja að Bandaríkjastjórn ætti ekki að reyna að fá erlend ríki til að hefja pólitískar rannsóknir því það græfi undan réttarríkinu, sama í hvaða landi það væri.Taldi allt hvíla á rannsóknunum Taylor lýsti vaxandi áhyggjum sínum af því að stjórn Trump héldi eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu án nokkurrar ástæðu. Trump skipaði fyrir um að aðstoðin skyldi stöðvuð í júlí, rétt fyrir frægt símtal hans við Zelenskíj forseta þar sem hann þrýsti ítrekað á um rannsókn á Biden og samsæriskenningunni um kosningarnar 2016. Vísaði Taylor til samskipta sinna við Sondland og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, um að honum hafi orðið ljóst að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem Zelenskíj sóttist eftir hefði verið skilyrtur við að úkraínsk stjórnvöld féllust opinberlega á rannsóknirnar.„Það hvíldi allt á rannsóknunum,“ sagði Taylor að Sondland hefði sagt sér eftir að sá síðarnefndi ræddi við Trump forseta. Ekki aðeins það heldur hafi Sondland sagt Taylor að hann hafi upphaflega gert mistök með að færa úkraínskum embættismönnum þau skilaboð að til að fá fund í Hvíta húsinu þyrftu þeir að tilkynna opinberlega um rannsóknirnar. Það rétta væri að hernaðaraðstoðin væri einnig háð því skilyrði. Bar Taylor vitni um að þrýstingsherferðin hafi farið fram í gegnum óhefðbundnar samskiptaleiðir sem Giuliani, Sondland, Volker og Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra, stýrðu. Trump og bandamenn hans hafa lagt megináherslu á að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum þeirra við úkraínsk stjórnvöld. Taylor sagði að Sondland hafi einnig haldið því fram við sig, Zelenskíj og Andrei Jermak, helsta ráðgjafa Zelenskíj. Engu að síður hafi stuðningur Bandaríkjastjórnar við Úkraínu staðið og fallið með því að Zelenskíj léti undan Trump um rannsóknirnar á pólitískum andstæðingum hans. „Sondland sendihera sagði líka að hann hefði talað við Zelenskíj forseta og herra Jermak og sagt þeim að, þó að þetta væru ekki kaup kaups“ þá yrði „þrátefli“ uppi ef Zelenskíj „hreinsaði hlutina ekki upp“ opinberlega,“ sagði Taylor. Hann túlkaði þau orð Sondland þannig að Úkraína fengi ekki hernaðaraðstoðina nema Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Opinberar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hefjast í dag Vitni verða í fyrsta skipti leidd opinberlega fyrir nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í dag. 13. nóvember 2019 12:45 „Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Opinberar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hefjast í dag Vitni verða í fyrsta skipti leidd opinberlega fyrir nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í dag. 13. nóvember 2019 12:45
„Allt hvíldi á rannsóknum“ Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. 13. nóvember 2019 17:00