Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 19:50 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst áður að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30
Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00