Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 19:42 Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu. Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni. Annþór og Börkur Birgisson voru vistaðir þar á meðan þeir voru grunaðir um að hafa veitt fanga á Litla hrauni áverka sem leiddu til dauða hans árið 2012. Þeir voru ákærðir fyrir umrædda líkamsárás en voru sýknaðir í Hæstarétti í mars 2017.Sjá einnig: Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokiðÍ kjölfarið krafðist Annþór miskabóta vegna öryggisvistarinnar og dráttar á rannsókn málsins, útgáfu kæru og málsmeðferð fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði í dómi sínum í dag til þess að ákvörðunin um að vista Annþór á öryggisgangi hafi verið tekin á grundvelli sjónarmiða um öryggi og allsherjarreglu í fangelsinu. Dómari vísaði einnig til þess að Annþór hafi þegar fengið bætur vegna símhlustunar, gæsluvarðhaldsvistar og hlerunar á öryggisgangi á meðan rannsókn á málinu stóð. Í dómnum er forstöðumaður fangelsisins sagður mega flytja fanga milli deilda eða klefa í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna samkvæmt lögum. Því hafi honum verið leyft að vista Annþór á öryggisgangi á þeim grundvelli að með því ætti að reyna að vernda aðra fanga fyrir hættu sem kynni að stafa af honum. Dómurinn fékk ekki séð að neitt hafi komið fram í málinu sem gefi til kynna að framgangur málsins hafi verið með óeðlilegum hætti. Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi gert athugasemdir við þann tíma sem rannsókn og meðferð málsins tók í dómum sínum í málinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19 Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10 Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26 Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06
Börkur vill einnig bætur og ívið hærri en Annþór Kröfur Annþórs og Barkar nema samanlagt rúmum 130 milljónum króna. 16. október 2019 10:19
Annþór laus við ökklabandið Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær. 14. desember 2017 06:10
Litla Hraun hafi verið í heljargreipum Annþórs og Barkar Íslenska ríkið hafnaði 64 milljóna bótakröfu Annþórs Kristjáns Karlssonar. 18. október 2019 13:26
Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Báðir fengu þeir tæpar tvær milljónir eftir að sýkna í máli á hendur þeim lá fyrir. 15. október 2019 14:24