Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 10:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira