Lífið

Valdimar fagnar tíu ára afmæli og flutti lagið Yfirgefinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valdimar sló mjög líklega heimsmet með flutningi sínum á Yfirgefinn hjá Gumma Ben.

Hljómsveitin Valdimar úr Reykjanesbæ fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Sveitin efnir til stórtónleika á næstunni af því tilefni og gaf landsmönnum forskot á sæluna í beinni útsendingu hjá Gumma Ben á Stöð 2 í kvöld.

Sveitin tók líklega sitt þekktasta lag, Yfirgefinn, og voru undirtektar í salnum vægast sagt góðar.

Valdimar upplýsti á Twitter að þættinum loknum að líklega hefði hann tekið lagið með samnefndri sveit níu og hálfu sinni í dag. Hann minnist þess ekki að hafa sungið það svo oft á einum degi áður og því hljóti mjög líklega að vera um heimsmet að ræða.

Vísir hvetur aðra flytjendur lagsins til að stíga fram hafi þeir tekið lagið oftar en sjálfur Valdimar.




Tengdar fréttir

Lítil hjálp í Hjálmari Erni í eldhúsinu

Í Ísskápastríðinu í gær mættu samfélagsmiðlastjörnurnar Guðrún Veiga Guðmundsdóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson og fóru þau bæði á kostum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.