Tíu heimsmeistarar í skák keppa á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2019 12:00 Veglegt mótsblað og afmælisblað Skákfélags Selfoss og nágrennis verður gefið út í tengslum við mótið. Skákfélag Selfoss og nágrennis Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu. Árborg Skák Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Tíu heimsmeistarar í skák munu keppa á risa alþjóðlegri skákhátíð, sem hefst á Selfossi mánudagskvöldið 18. nóvember. Skákmótið er haldið í tilefni af 30 ára afmæli Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) og heitir Ísey Skyr skákhátíðin á Selfossi og fer fram á Hótel Selfossi dagana 18. til 29. nóvember. Tíu heimsmeistarar, íslenskir og erlendir taka þátt í skákmótinu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins og félagi í Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem fagnar eins og áður segir 30 ára afmæli. „Vegna þessa tímamóta þá ákvað stjórn Skákfélags Selfoss og nágrennis að halda mikla skákhátíð, alþjóðlega skákhátíð. Einn af aðal viðburðunum er heimsmeistaramót en þá bjóðum við tíu fyrrverandi heimsmeisturum til að koma og tefla á skákmótinu, allir við alla. Ein aðal hugsunin við það er að minnast þess að Íslendingar hafa eignast fjóra heimsmeistara í skák“, segir Oddgeir. Oddgeir segir mjög merkilegt að lítil þjóð eins og Ísland eigi fjóra heimsmeistara í skák. Þrír af þeim, Hannes Hlífar, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson, munu taka þátt í mótinu á Selfossi. Svo munu sjö heimsmeistarar frá fjórum heimsálfum koma á Selfoss til að taka þátt í mótinu, þar af tvær konur, Dinara Saduakassova frá Kazakstan, sem er þrefaldur heimsmeistari og Sarasadat Khademalsharie frá Íran, sem er með þeim allra bestu. Oddgeir Ágúst Ottesen er framkvæmdastjóri mótsins.EinkasafnEn er ekki gaman að undirbúa og taka þátt í svona stóru skákmóti? „Jú, það er gaman en það er líka mjög mikil vinna. Við gefum út veglegt afmælisblað með skemmtilegum greinum, m.a. viðtal við Friðrik Ólafsson og viðtal við keppendur og margar, margar áhugaverðar greinar í því“. Samhliða mótinu verður Suðurlandsmeistaramót í Skák haldið þar sem keppt verður um glæsilegan farandbikar, sem Sigga á Grund, útskurðarmeistari hefur skorið út. Einnig verður haldið málþing um stöðu skákíþróttarinnar. Oddgeir segir að allir séu velkomnir að fylgjast með mótinu á Hótel Selfossi og þar verði reglulega skákskýringar. Skákfélag Selfoss og nágrennis fagnar 30 ára afmæli þessa dagana. Formaður félagsins er Björgvin S. Guðmundsson.Skákmótið fer fram á Hótel Selfossi þar sem allir eru velkomnir að mæta til að fylgjast með mótinu.
Árborg Skák Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira