Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:02 Skjáskot úr myndbandi sem ferðamaður í tók í Reynisfjöru 11. nóvember síðastliðinn. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15