Fótbolti

Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu og stýrir því á EM 2020.
Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu og stýrir því á EM 2020. vísir/getty
Luis Enrique hefur verið ráðinn þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta, fimm mánuðum eftir að hann hætti með liðið.



Enrique steig frá borði í júlí á þessu ári vegna veikinda dóttur hans, Xana. Hún lést í lok ágúst, níu ára að aldri.

Roberto Moreno, sem var aðstoðarmaður Enriques, tók við landsliðinu. Spánn vann sjö af níu leikjum undir hans stjórn og tryggði sér sæti á EM 2020.

Moreno stýrði Spánverjum í síðasta sinn í gær þegar þeir unnu Rúmena, 5-0, í Madríd. Moreno ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn og samkvæmt El Mundo var hann grátandi er hann yfirgaf Wanda Metropolatino, heimavöll Atlético Madrid.

Þrátt fyrir að þeir hafi áður starfað saman vildi Enrique ekki hafa Moreno sem sinn aðstoðarmann.

Enrique stýrði Spáni í sjö leikjum á árunum 2018-19. Fimm þeirra unnust og tveir töpuðust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×