Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 18:04 Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira