Bjóða óleyfilega flugþjónustu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Flugvél í aðflugi. Fréttablaðið/Pjetur Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt. „Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum. Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra. „Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“ Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira