Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA/Þór 21-30 | Öruggt hjá norðankonum Runólfur Trausti Þórhallson skrifar 3. nóvember 2019 19:30 Telma Rut Frímannsdóttir. Vísir/Daníel KA/Þór heldur góðu gengi sínu áfram í Olís deild kvenna en þær unnu öruggan sigur á nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 21-30 og Afturelding því enn án stiga. KA/Þór var einfaldlega mikið sterkari aðilinn í dag og gengu frá leiknum í fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn í upphafi og það var helst þökk sé markaskorun Þóru Maríu að Afturelding tókst að koma tuðrunni í netið á löngum köflum fyrri hálfleiks. Sóknarleikur heimastúlkna var tilviljunarkenndur og tóku þær mikið af ótímabærum skotum í fyrir hálfleik á meðan KA/Þór tók sinn tíma og skoraði oftar en ekki. Staðan þegar flautað var til hálfleiks 19-10 gestunum í vil. Síðari hálfleikurinn var líkt og sá fyrri. Gestirnir ívið sterkari og var munurinn var orðinn 11 mörk þegar 37 mínútur voru á klukkunni. Eftir það rönkuðu heimastúlkur aðeisn við sér og minnkuðu muninn niður í sjö mörk þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Sigurinn var KA/Þórs en lokatölur 21-30. Það er því ljóst að KA/Þór styrkir stöðu sína í efri hluta töflunnar og fer upp í átta stig á meðan Afturelding er enn án stiga.Af hverju vann KA/Þór? Gestirnir frá Akureyri voru ljósárum betri í fyrri hálfleik og gerðu einfaldlega út um leikinn í fyrri hálfleik. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Sjálfstraustið er lítið í liði Aftureldingar og þær brotnuðu einfaldlega í fyrri hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Þóra María stóð upp úr hjá heimastúlkum en sá um markaskorun liðsins. Endaði hún með níu mörk. Hjá KA/Þór var markaskorun aðeins dreifðari en þær Katrín Vilhjálmsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir voru markahæstar með fimm mörk hvor.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Aftureldingar var ekki upp á marga fiska og í raun heldur ekki varnarleikur liðsins. Í raun gekk bæði sóknar- sem og varnarleikur Mosfellinga ekki sem skyldi í kvöld.Hvað gerist næst?Á laugardeginum eftir viku, þann 9. nóvember, kemur ÍBV í heimsókn í Mosfellsbæinn og sama dag mæta KA/Þór aftur í höfuðborgina, þá mæta þær Fram í Safamýrinni.Gunnar: Frábær leikur „Stelðurnar voru geggjaðar í dag,“ sagði Gunnar Líndal, þjálfari KA/Þórs, eftir sigurinn. „Heilsteyptur sóknar- og varnarleikur, 10 í einkunn.“ „Við mættum vel stemmdar, áttum þægilegt flugfar í morgun og vorum allar klárar. Ég náði að hreyfa öllum bekknum, þetta var bara frábær leikur.“ KA/Þór slakaði aðeins á á tímabili í leiknum, en Gunnar sagði það eðlilegt. „Þetta á það til að gerast þegar þú nærð forskoti að þú dettur niður. Ég tók bara leikhlé og fór yfir nokkra hluti og breytti aðeins til.“Þóra María: Vörnin eins og gatasigti „Við vorum ekki að bakka í vörn, vörnin var ekki að standa sig heldur var eins og gatasigti,“ sagði Þóra María Sigurjónsdóttir, leikmaður Aftureldingar, aðspurð hvað hafi farið úrskeiðis. „Við vorum bara ekki tilbúnar að hjálpa hvor annarri í vörn og það voru einstaklingsframtök í sókninni.“ Afturelding er enn án stiga en Þóra segir það ekki farið að fara í hausinn á leikmönnum. „Nei, nei. Við þurfum bara að halda áfram og mæta í hvern einasta leik til þess að vinna þó það gangi ekki alltaf upp.“ Olís-deild kvenna
KA/Þór heldur góðu gengi sínu áfram í Olís deild kvenna en þær unnu öruggan sigur á nýliðum Aftureldingar í Mosfellsbæ í dag. Lokatölur 21-30 og Afturelding því enn án stiga. KA/Þór var einfaldlega mikið sterkari aðilinn í dag og gengu frá leiknum í fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn í upphafi og það var helst þökk sé markaskorun Þóru Maríu að Afturelding tókst að koma tuðrunni í netið á löngum köflum fyrri hálfleiks. Sóknarleikur heimastúlkna var tilviljunarkenndur og tóku þær mikið af ótímabærum skotum í fyrir hálfleik á meðan KA/Þór tók sinn tíma og skoraði oftar en ekki. Staðan þegar flautað var til hálfleiks 19-10 gestunum í vil. Síðari hálfleikurinn var líkt og sá fyrri. Gestirnir ívið sterkari og var munurinn var orðinn 11 mörk þegar 37 mínútur voru á klukkunni. Eftir það rönkuðu heimastúlkur aðeisn við sér og minnkuðu muninn niður í sjö mörk þegar fimmtán mínútur lifðu leiks. Sigurinn var KA/Þórs en lokatölur 21-30. Það er því ljóst að KA/Þór styrkir stöðu sína í efri hluta töflunnar og fer upp í átta stig á meðan Afturelding er enn án stiga.Af hverju vann KA/Þór? Gestirnir frá Akureyri voru ljósárum betri í fyrri hálfleik og gerðu einfaldlega út um leikinn í fyrri hálfleik. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Sjálfstraustið er lítið í liði Aftureldingar og þær brotnuðu einfaldlega í fyrri hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Þóra María stóð upp úr hjá heimastúlkum en sá um markaskorun liðsins. Endaði hún með níu mörk. Hjá KA/Þór var markaskorun aðeins dreifðari en þær Katrín Vilhjálmsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir voru markahæstar með fimm mörk hvor.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Aftureldingar var ekki upp á marga fiska og í raun heldur ekki varnarleikur liðsins. Í raun gekk bæði sóknar- sem og varnarleikur Mosfellinga ekki sem skyldi í kvöld.Hvað gerist næst?Á laugardeginum eftir viku, þann 9. nóvember, kemur ÍBV í heimsókn í Mosfellsbæinn og sama dag mæta KA/Þór aftur í höfuðborgina, þá mæta þær Fram í Safamýrinni.Gunnar: Frábær leikur „Stelðurnar voru geggjaðar í dag,“ sagði Gunnar Líndal, þjálfari KA/Þórs, eftir sigurinn. „Heilsteyptur sóknar- og varnarleikur, 10 í einkunn.“ „Við mættum vel stemmdar, áttum þægilegt flugfar í morgun og vorum allar klárar. Ég náði að hreyfa öllum bekknum, þetta var bara frábær leikur.“ KA/Þór slakaði aðeins á á tímabili í leiknum, en Gunnar sagði það eðlilegt. „Þetta á það til að gerast þegar þú nærð forskoti að þú dettur niður. Ég tók bara leikhlé og fór yfir nokkra hluti og breytti aðeins til.“Þóra María: Vörnin eins og gatasigti „Við vorum ekki að bakka í vörn, vörnin var ekki að standa sig heldur var eins og gatasigti,“ sagði Þóra María Sigurjónsdóttir, leikmaður Aftureldingar, aðspurð hvað hafi farið úrskeiðis. „Við vorum bara ekki tilbúnar að hjálpa hvor annarri í vörn og það voru einstaklingsframtök í sókninni.“ Afturelding er enn án stiga en Þóra segir það ekki farið að fara í hausinn á leikmönnum. „Nei, nei. Við þurfum bara að halda áfram og mæta í hvern einasta leik til þess að vinna þó það gangi ekki alltaf upp.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti