Vilja opna umræðu um eftirsjá og móðurhlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 13:22 Rannsakendur við Háskóla Íslands eru í startholunum með rannsókn um eftirsjá og móðurhlutverkið. Það sé hvorki samfélagslega viðurkennt né rými til þess að tjá sig um eftirsjá nema henni sé komið á framfæri í tengslum við ákvarðanir um að hafa ekki eignast börn. Vísir/Getty Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag. Börn og uppeldi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag.
Börn og uppeldi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira