Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi 1. nóvember 2019 21:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45