Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós Björn Þorfinnsson skrifar 2. nóvember 2019 09:15 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri í Íslensku óperunni. Fréttablaðið/Eyþór kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira