Lagði spænska ríkið með sex börn á götunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 08:15 Lögreglan í Madríd ber fólk út af heimilum sínum. Nordicphotos/Getty Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað spænskum yfirvöldum að greiða einstæðri sex barna móður bætur fyrir ólögmæta brottvísun af heimili þeirra í höfuðborginni Madríd. Tugþúsundum Spánverja hefur verið vísað af heimilum sínum síðan í bankakreppunni sem hófst árið 2008. Mariel Viviana Lopez Alban kærði spænska ríkið til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í júnímánuði árið 2018 fyrir að meina henni að leita réttar síns. Alban hafði borgað óprúttnum aðila leigu í ár af umræddri íbúð, en sá hinn sami reyndist ekki vera eigandinn. Raunverulegur eigandi íbúðarinnar krafðist brottvísunar en nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði óskað eftir frestun á því á meðan mál konunnar leystist. Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku. Í kjölfarið ruddust lögreglumenn í óeirðabúningi inn á heimili hennar og báru fjölskylduna út. Síðan þá hefur fjölskyldan þvælst á milli neyðarskýla. Í kærunni sagði Alban að börnin hennar hefðu reglulega fengið kvíðaköst vegna ástandsins. Nefndin, sem hefur engar beinar valdheimildir, úrskurðaði að neitun spænskra yfirvalda um félagslegt húsnæði stæðist ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að bæta Alban tjónið bæri þeim að uppfæra löggjöfina innan hálfs árs. Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað spænskum yfirvöldum að greiða einstæðri sex barna móður bætur fyrir ólögmæta brottvísun af heimili þeirra í höfuðborginni Madríd. Tugþúsundum Spánverja hefur verið vísað af heimilum sínum síðan í bankakreppunni sem hófst árið 2008. Mariel Viviana Lopez Alban kærði spænska ríkið til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í júnímánuði árið 2018 fyrir að meina henni að leita réttar síns. Alban hafði borgað óprúttnum aðila leigu í ár af umræddri íbúð, en sá hinn sami reyndist ekki vera eigandinn. Raunverulegur eigandi íbúðarinnar krafðist brottvísunar en nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði óskað eftir frestun á því á meðan mál konunnar leystist. Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku. Í kjölfarið ruddust lögreglumenn í óeirðabúningi inn á heimili hennar og báru fjölskylduna út. Síðan þá hefur fjölskyldan þvælst á milli neyðarskýla. Í kærunni sagði Alban að börnin hennar hefðu reglulega fengið kvíðaköst vegna ástandsins. Nefndin, sem hefur engar beinar valdheimildir, úrskurðaði að neitun spænskra yfirvalda um félagslegt húsnæði stæðist ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að bæta Alban tjónið bæri þeim að uppfæra löggjöfina innan hálfs árs.
Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira