Annie tók Crossfit þátt úr birtingu eftir kaldar kveðjur Hinriks Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2019 19:15 Annie Mist var fyrsta stjarna Íslands í Crossfit. Hún vann heimsleikana árin 2011 og 2012. Hún varð í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. Hinrik Ingi hefur verið í fremstu röð hér á landi undanfarin ár í karlaflokki. Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. Í þættinum var að finna viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda leikanna. Þar þvertók hann fyrir steranotkun. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hann er í fjögurra ára banni frá keppni í Crossfit.„Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni í dag. Færsluna má sjá hér að neðan.Í framhaldinu hefur þátturinn verið tekinn úr almennri birtingu en hafði þá vakið töluverða athygli. Til samanburðar hafa nokkur þúsund manns horft á fyrstu þrjá þættina. View this post on Instagram .... - I hope you feel better about yourselves making this piece of crap . You know who you are.... - Link: https://youtu.be/FRin0Z8wWeY - PS Enjoy watching this beautiful C&J at 180kg... - #AllSmiles #EnjoyTheJourney And yeah one last thing #FuckEm ......... A post shared by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Nov 2, 2019 at 9:13am PDT Um er að ræða röð þátta þar sem mótið sem fram fór í Reykjavík í maí er gert upp. Í þættinum var meðal annars nokkuð ítarlegt viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda leikanna. Viðtalinu var fléttað saman við sýnishorn frá keppninni. Þar ræddi Hinrik Ingi um það þegar hann neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit í nóvember 2016. Niðurstaða sem leiddi til þess að hann var sviptur gullverðlaunum á mótinu og bannaður frá æfingum í Crossfit-stöðum á Íslandi í tvö ár. Annie Mist skipulagði Reykjavík Crossfit Championship og hefur undanfarna daga birt fyrstu þrjá þættina á YouTube-síðu sinni sem tæplega tuttugu þúsund manns eru áskrifenudr að. Fjögur til átta þúsund manns horfðu á fyrstu þrjá þættina. Fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan. Sagðist ekki hafa trú á sterum í Crossfit Hinrik hefur alltaf þvertekið fyrir notkun ólöglegra efna og gerði það líka í viðtalinu í þættinum sem er ekki lengur aðgengilegur. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei gert sér grein fyrir því að með því að neita að gangast undir lyfjapróf yrði refsingin samskonar og ef hann hefði fallið á lyfjaprófi. Raunar væru hans stærstu mistök að hafa neitað að gangast undir prófið því hann hefði ekkert að fela. Sagðist hann í framhaldinu aldrei hafa tekið ólögleg efni eða stera í íþróttinni og sagðist raunar ekki skilja af hverju fólk gerði það. Hann hefði ekki trú á að það hjálpaði því að ná árangri. Tommy Marquez, iþróttablaðamaður og Crossfit-sérfræðingur, var einnig til viðtals í þættinum. Hann sagði einu ástæðu þess að íþróttafólk neiti að gangast undir lyfjapróf þá að það hafi eitthvað að fela. Þátturinn sem nú er ekki lengur aðgengilegur á YouTube. Hinrik kom einnig inn á það að einstaklingar hjá Crossfit Reykjavík hefðu horn í síðu hans þótt hann bæri líkamsræktarstöðinni í heild sinni vel söguna. Þá hefðu þeir Björgvin Guðmundsson, fremsti keppandi Íslands í karlaflokki í Crossfit, verið æfingafélagar en svo væri ekki lengur. Hann sagði Björgvin hafa tekið sína ákvörðun og að hann virti hana.Nokkrum vikum eftir að viðtalið var tekið og keppni á Reykjavík Crossfit Championship var lokið kom í ljós að Hinrik Ingi hafði fallið á lyfjaprófi sem hann fór í á mótinu. Hann heldur þó enn fram sakleysi sínu og þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg efni.„Ég vissi vel að ég yrði tekinn í lyfjapróf í mótinu og ég myndi aldrei ógna framtíð minni sem íþróttamanni og um leið lífsviðurværi mínu, með því að taka ólögleg lyf. Styrkleiki minn eru áhugi, dugnaður og metnaður og því tók ég því fagnandi að vera tekinn í próf. Ég var undrandi yfir niðurstöðunni,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram eftir að hann féll á prófinu. View this post on InstagramPART 1 I would like to wish all the contestants at the Crossfit Games all the best but at the same time I would like to make the following statement: - 1. I have never used illegal substances and that is why my team and I appealed the outcome of the drug test that was conducted and we continue to look for answers. 2. It is untrue that I had ever failed a drug test before or that I was ever banned by Crossfit International. The truth is that because of personal conflict between me and some other people, owners of some of the Crossfit affiliates in Iceland would not allow me to train there. So all statements that I was failing a drug test for the second time are simply false. 3. After I competed at the Crossfit championships in Iceland in 2016, I was registered on a list that allowed Crossfit to drug test me where and whenever they would so please. I welcomed that decision because I had and have nothing to hide. 4. In May 2019 I got the opportunity to prove myself all over again. I knew for sure that I would be tested at the competition and I would never risk my athletic future and my livelihood, by using illegal substances. My strengths are my motivation, drive and ambitions and therefore I welcomed the opportunity to be tested, but was baffled by the outcome of the test. - PART 2 in next post A post shared by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Aug 1, 2019 at 5:33am PDTTvö ólögleg efni fundust í lyfjasýni Hinriks Inga. Hann er í fjögurra ára banni frá keppni í Crossfit.Uppfært 3. nóvember klukkan 20:00 Þátturinn hefur verið birtur á ný á YouTube. Annie Mist segir í skriflegri athugasemd til Vísis að þátturinn hafi verið tekinn úr birtingu af því að „við vorum ekki ánægð með hvernig það endaði“. „Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn kom aftur inn 3 tímum seinna.“ CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi féll á lyfjaprófi og er kominn í fjögurra ára bann CrossFit-kappinn Hinrik Ingi Óskarsson mun ekki taka þátt á heimsleikunum í íþróttinni þar sem hann féll á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði. 28. júní 2019 08:22 Hinrik var ekki sá eini sem féll á lyfjaprófi í Reykjavík Tveir keppendur féllu á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship. Hinrik Ingi Óskarsson og bandaríska konan Elly Kabboord sem vill þó kenna smituðu kjöti um að hún hafi fallið á lyfjaprófi. 28. júní 2019 09:46 Hinrik Ingi með yfirlýsingu: Ég hef aldrei notað ólögleg efni Hinrik Ingi Óskarsson var búinn að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í dag. Hann missti hins vegar sætið sitt þegar hann féll á lyfjaprófi. Hinrik Ingi heldur fram sakleysi sínu í yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í dag. 1. ágúst 2019 13:21 Dómstóll ÍSÍ vísaði máli Hinriks Inga frá: Taldist ekki sannað að hann væri innan ÍSÍ Hinrik Ingi baðst afsökunar á því að hafa valdið ótta á meðal lyfjaeftirlitsmanna á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit. 16. maí 2017 11:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Fjórði þáttur Annie Mistar Þórisdóttur um Reykjavík Crossfit Championship leikana sem haldnir voru í Laugardalshöll í maí hefur verið tekinn úr birtingu. Það gerðist í kjölfar harðar gagnrýni Hinriks Inga Óskarssonar. Í þættinum var að finna viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda leikanna. Þar þvertók hann fyrir steranotkun. Nokkrum vikum síðar féll hann á lyfjaprófi. Hann er í fjögurra ára banni frá keppni í Crossfit.„Ég vona að þið séuð ánægðari með ykkur sjálf eftir að hafa búið til þetta drasl. Þið vitið hver þið eruð,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram-síðu sinni í dag. Færsluna má sjá hér að neðan.Í framhaldinu hefur þátturinn verið tekinn úr almennri birtingu en hafði þá vakið töluverða athygli. Til samanburðar hafa nokkur þúsund manns horft á fyrstu þrjá þættina. View this post on Instagram .... - I hope you feel better about yourselves making this piece of crap . You know who you are.... - Link: https://youtu.be/FRin0Z8wWeY - PS Enjoy watching this beautiful C&J at 180kg... - #AllSmiles #EnjoyTheJourney And yeah one last thing #FuckEm ......... A post shared by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Nov 2, 2019 at 9:13am PDT Um er að ræða röð þátta þar sem mótið sem fram fór í Reykjavík í maí er gert upp. Í þættinum var meðal annars nokkuð ítarlegt viðtal við Hinrik Inga sem tekið var í aðdraganda leikanna. Viðtalinu var fléttað saman við sýnishorn frá keppninni. Þar ræddi Hinrik Ingi um það þegar hann neitaði að gangast undir lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit í nóvember 2016. Niðurstaða sem leiddi til þess að hann var sviptur gullverðlaunum á mótinu og bannaður frá æfingum í Crossfit-stöðum á Íslandi í tvö ár. Annie Mist skipulagði Reykjavík Crossfit Championship og hefur undanfarna daga birt fyrstu þrjá þættina á YouTube-síðu sinni sem tæplega tuttugu þúsund manns eru áskrifenudr að. Fjögur til átta þúsund manns horfðu á fyrstu þrjá þættina. Fyrsta þáttinn má sjá hér að neðan. Sagðist ekki hafa trú á sterum í Crossfit Hinrik hefur alltaf þvertekið fyrir notkun ólöglegra efna og gerði það líka í viðtalinu í þættinum sem er ekki lengur aðgengilegur. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei gert sér grein fyrir því að með því að neita að gangast undir lyfjapróf yrði refsingin samskonar og ef hann hefði fallið á lyfjaprófi. Raunar væru hans stærstu mistök að hafa neitað að gangast undir prófið því hann hefði ekkert að fela. Sagðist hann í framhaldinu aldrei hafa tekið ólögleg efni eða stera í íþróttinni og sagðist raunar ekki skilja af hverju fólk gerði það. Hann hefði ekki trú á að það hjálpaði því að ná árangri. Tommy Marquez, iþróttablaðamaður og Crossfit-sérfræðingur, var einnig til viðtals í þættinum. Hann sagði einu ástæðu þess að íþróttafólk neiti að gangast undir lyfjapróf þá að það hafi eitthvað að fela. Þátturinn sem nú er ekki lengur aðgengilegur á YouTube. Hinrik kom einnig inn á það að einstaklingar hjá Crossfit Reykjavík hefðu horn í síðu hans þótt hann bæri líkamsræktarstöðinni í heild sinni vel söguna. Þá hefðu þeir Björgvin Guðmundsson, fremsti keppandi Íslands í karlaflokki í Crossfit, verið æfingafélagar en svo væri ekki lengur. Hann sagði Björgvin hafa tekið sína ákvörðun og að hann virti hana.Nokkrum vikum eftir að viðtalið var tekið og keppni á Reykjavík Crossfit Championship var lokið kom í ljós að Hinrik Ingi hafði fallið á lyfjaprófi sem hann fór í á mótinu. Hann heldur þó enn fram sakleysi sínu og þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg efni.„Ég vissi vel að ég yrði tekinn í lyfjapróf í mótinu og ég myndi aldrei ógna framtíð minni sem íþróttamanni og um leið lífsviðurværi mínu, með því að taka ólögleg lyf. Styrkleiki minn eru áhugi, dugnaður og metnaður og því tók ég því fagnandi að vera tekinn í próf. Ég var undrandi yfir niðurstöðunni,“ sagði Hinrik Ingi á Instagram eftir að hann féll á prófinu. View this post on InstagramPART 1 I would like to wish all the contestants at the Crossfit Games all the best but at the same time I would like to make the following statement: - 1. I have never used illegal substances and that is why my team and I appealed the outcome of the drug test that was conducted and we continue to look for answers. 2. It is untrue that I had ever failed a drug test before or that I was ever banned by Crossfit International. The truth is that because of personal conflict between me and some other people, owners of some of the Crossfit affiliates in Iceland would not allow me to train there. So all statements that I was failing a drug test for the second time are simply false. 3. After I competed at the Crossfit championships in Iceland in 2016, I was registered on a list that allowed Crossfit to drug test me where and whenever they would so please. I welcomed that decision because I had and have nothing to hide. 4. In May 2019 I got the opportunity to prove myself all over again. I knew for sure that I would be tested at the competition and I would never risk my athletic future and my livelihood, by using illegal substances. My strengths are my motivation, drive and ambitions and therefore I welcomed the opportunity to be tested, but was baffled by the outcome of the test. - PART 2 in next post A post shared by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Aug 1, 2019 at 5:33am PDTTvö ólögleg efni fundust í lyfjasýni Hinriks Inga. Hann er í fjögurra ára banni frá keppni í Crossfit.Uppfært 3. nóvember klukkan 20:00 Þátturinn hefur verið birtur á ný á YouTube. Annie Mist segir í skriflegri athugasemd til Vísis að þátturinn hafi verið tekinn úr birtingu af því að „við vorum ekki ánægð með hvernig það endaði“. „Það vantaði disclaimer um hvað hefði gerst í framhaldi mótsins þar sem hann hefði fallið á lyfjaprófi eftir mótið. Þessir þættir voru búnir til aður en það kom í ljós og við vildum að fólk vissi alla söguna. Þátturinn kom aftur inn 3 tímum seinna.“
CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi féll á lyfjaprófi og er kominn í fjögurra ára bann CrossFit-kappinn Hinrik Ingi Óskarsson mun ekki taka þátt á heimsleikunum í íþróttinni þar sem hann féll á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði. 28. júní 2019 08:22 Hinrik var ekki sá eini sem féll á lyfjaprófi í Reykjavík Tveir keppendur féllu á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship. Hinrik Ingi Óskarsson og bandaríska konan Elly Kabboord sem vill þó kenna smituðu kjöti um að hún hafi fallið á lyfjaprófi. 28. júní 2019 09:46 Hinrik Ingi með yfirlýsingu: Ég hef aldrei notað ólögleg efni Hinrik Ingi Óskarsson var búinn að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í dag. Hann missti hins vegar sætið sitt þegar hann féll á lyfjaprófi. Hinrik Ingi heldur fram sakleysi sínu í yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í dag. 1. ágúst 2019 13:21 Dómstóll ÍSÍ vísaði máli Hinriks Inga frá: Taldist ekki sannað að hann væri innan ÍSÍ Hinrik Ingi baðst afsökunar á því að hafa valdið ótta á meðal lyfjaeftirlitsmanna á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit. 16. maí 2017 11:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45
Hinrik Ingi féll á lyfjaprófi og er kominn í fjögurra ára bann CrossFit-kappinn Hinrik Ingi Óskarsson mun ekki taka þátt á heimsleikunum í íþróttinni þar sem hann féll á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship sem haldið var í Laugardalshöll í síðasta mánuði. 28. júní 2019 08:22
Hinrik var ekki sá eini sem féll á lyfjaprófi í Reykjavík Tveir keppendur féllu á lyfjaprófi á Reykjavík CrossFit Championship. Hinrik Ingi Óskarsson og bandaríska konan Elly Kabboord sem vill þó kenna smituðu kjöti um að hún hafi fallið á lyfjaprófi. 28. júní 2019 09:46
Hinrik Ingi með yfirlýsingu: Ég hef aldrei notað ólögleg efni Hinrik Ingi Óskarsson var búinn að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í dag. Hann missti hins vegar sætið sitt þegar hann féll á lyfjaprófi. Hinrik Ingi heldur fram sakleysi sínu í yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í dag. 1. ágúst 2019 13:21
Dómstóll ÍSÍ vísaði máli Hinriks Inga frá: Taldist ekki sannað að hann væri innan ÍSÍ Hinrik Ingi baðst afsökunar á því að hafa valdið ótta á meðal lyfjaeftirlitsmanna á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit. 16. maí 2017 11:30