Lífsgrös og leyndir dómar Davíð Stefánsson skrifar 4. nóvember 2019 08:30 Bók Ólínu fjallar um rætur læknisþekkingar nútímans. fréttablaðið/sigtryggur ari „Í bókinni fjalla ég um lækningar, töfra og trú í sögulegu ljósi. Þar greini ég frá þróun lækninganna, gömlum húslækningum og aðferðum sem sumar þykja undarlegar í dag en aðrar hafa staðist tímans tönn,“ segir dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, höfundur bókarinnar Lífsgrös og leyndir dómar sem nú er að koma út hjá Vöku-Helgafelli. Ólína er fædd í Reykjavík 1958. Hún lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Hún hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, skólameistari og háskólakennari. Um árabil var hún virk í stjórnmálum bæði sem borgarfulltrúi og alþingismaður. Ólína hefur lengi fengist við ritsmíðar, fræði og skáldskap, þýðingar og kennsluefni auk fjölmargra fyrirlestra og tímaritsgreina um trúarhætti, þjóðfræði og menningararf. Þetta er sjötta bók hennar. Þetta er viðamikið verk sem Ólína segist hafa unnið að í hartnær tvo áratugi með hléum. Síðastliðin fjögur ár hafi hún einbeitt sér að því að klára bókina, sem um þessar mundir er að koma í verslanir. „Viðfangsefnið er í raun rökrétt framhald af doktorsritgerð minni sem fjallaði um galdramál 17. aldar þegar fólk var brennt á báli fyrir lækningaviðleitni með göldrum. Lækningar hafa frá örófi alda verið nátengdar trúarbrögðum og galdraiðju enda var lengi vel lítill munur á lækningabók og galdrabók. Þess finnast ýmis dæmi að menn væru dæmdir á bálið fyrir að hafa haft lækningabók í fórum sínum. Það var ekki fyrr en kom fram á 18. öld að aðskilnaður varð milli galdra og lækninga.“ Bókin fjallar um rætur læknisþekkingar nútímans. Ólína rekur þráðinn frá fornöld til samtímans, greinir frá rannsóknum sínum á elstu íslensku lækningahandritunum sem rekja má aftur til 12. og 13. aldar og gerir sérstaka grein fyrir merkustu ritunum. Ólína segir elsta íslenska lækningaritið ekki vera nema átta blöð. „Það kalla ég Gömlu gersemina, enda gengur þetta litla rit eins og rauður þráður í gegnum allar íslensku lækningabækurnar sem á eftir komu.“ Hún segir gömlu lækningahandritin bera samnorræn og evrópsk einkenni. „Þau hafa verið eignuð danska grasafræðingnum og lækninum Henrik Harpestræng. Hann sótti lækningaþekkingu líkt og aðrir Evrópumenn þess tíma til Salerno-skólans á Ítalíu. Íslensku handritin sem bera líkindi af ritum Harpestrængs eru talin hafa borist til Íslands frá Danmörku eða Noregi,“ segir hún. „Eitt þessara handrita kalla ég „Hrafnsbók“ og tel að hugsanlega megi rekja skrifin til Hrafns Sveinbjarnarsonar goða í Dýrfirðingagoðorði, þekktasta læknis Íslands á miðöldum. Hann var samtímamaður Harpestrængs á 12. og 13. öld. Ég tel líklegt að Hrafn hafi komist yfir lækningahandrit Harpestrængs og hugsanlega bætt þar við eigin þekkingu,“ segir hún. „Hrafnsbók“ var afrituð árið 1387 á Geirröðareyri sem nú heitir Narfeyri á Snæfellsnesi. Ólína leiðir líkur að því að bókin hafi verið afrit af eldri lækningabók í eigu ættmenna Hrafns sem bjuggu á Geirröðareyri á 12. og 13. öld. Bókin er að hennar sögn í anda Harpestrængs og þekkingarlega tengd Salerno-skólanum, enda séu jurtirnar sem í henni eru nefndar flestar erlendar. „Þessar bækur og handrit ganga í ýmsum afskriftum í gegnum aldirnar. Einu og öðru er síðan bætt inn í þær af skrifurum þess tíma og þegar kemur fram á 17. öld er efni þeirra orðið mjög blendið. Bætt er við rúnum, galdrastöfum, særingum, bænum og ýmsu hjátrúartengdu efni.“ Að sögn Ólínu voru viðhorf til mannslíkamans og lækninga önnur og heildrænni en síðar varð í kjölfar vísindabyltingar 20. aldar. „Framrás lækninga samtímans kallaði á oftrú á getu vísindanna með miklum inngripum og vantrú á þekkingu fyrri alda. Læknavísindin urðu sífellt sérhæfðari og á þrengri sviðum. En á síðustu áratugum höfum við séð ákveðið afturhvarf til eldri viðhorfa gagnvart mannslíkamanum samfara kröfu um heildrænni nálgun og hugsun í lækningum með minna inngripi. Hollustuhættir, lýðheilsa og heildræn nálgun eru krafa nýrra tíma líkt og Hippókrates boðaði. Fortíðin vitjar okkar þannig á ný.“ Í bókinni nýtir Ólína aðferðir ólíkra vísindagreina til að nálgast læknisdóma liðinna alda á áhugaverðan hátt. Þannig nýtir hún bókmenntafræði, sagnfræði, þjóðfræði og menningar- og félagssögu til að varpa ljósi á viðfangsefnið og ausa úr fróðleiksbrunnum fortíðar. Í bókinni er ítarleg heimildaskrá og gagnlegir viðaukar um heiti erlendra og innlendra lækningajurta og hvernig þær nýttust til lækninga. Þetta er fræðandi og skemmtilegt rit og til þess hefur verið vandað. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Í bókinni fjalla ég um lækningar, töfra og trú í sögulegu ljósi. Þar greini ég frá þróun lækninganna, gömlum húslækningum og aðferðum sem sumar þykja undarlegar í dag en aðrar hafa staðist tímans tönn,“ segir dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, höfundur bókarinnar Lífsgrös og leyndir dómar sem nú er að koma út hjá Vöku-Helgafelli. Ólína er fædd í Reykjavík 1958. Hún lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Hún hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, skólameistari og háskólakennari. Um árabil var hún virk í stjórnmálum bæði sem borgarfulltrúi og alþingismaður. Ólína hefur lengi fengist við ritsmíðar, fræði og skáldskap, þýðingar og kennsluefni auk fjölmargra fyrirlestra og tímaritsgreina um trúarhætti, þjóðfræði og menningararf. Þetta er sjötta bók hennar. Þetta er viðamikið verk sem Ólína segist hafa unnið að í hartnær tvo áratugi með hléum. Síðastliðin fjögur ár hafi hún einbeitt sér að því að klára bókina, sem um þessar mundir er að koma í verslanir. „Viðfangsefnið er í raun rökrétt framhald af doktorsritgerð minni sem fjallaði um galdramál 17. aldar þegar fólk var brennt á báli fyrir lækningaviðleitni með göldrum. Lækningar hafa frá örófi alda verið nátengdar trúarbrögðum og galdraiðju enda var lengi vel lítill munur á lækningabók og galdrabók. Þess finnast ýmis dæmi að menn væru dæmdir á bálið fyrir að hafa haft lækningabók í fórum sínum. Það var ekki fyrr en kom fram á 18. öld að aðskilnaður varð milli galdra og lækninga.“ Bókin fjallar um rætur læknisþekkingar nútímans. Ólína rekur þráðinn frá fornöld til samtímans, greinir frá rannsóknum sínum á elstu íslensku lækningahandritunum sem rekja má aftur til 12. og 13. aldar og gerir sérstaka grein fyrir merkustu ritunum. Ólína segir elsta íslenska lækningaritið ekki vera nema átta blöð. „Það kalla ég Gömlu gersemina, enda gengur þetta litla rit eins og rauður þráður í gegnum allar íslensku lækningabækurnar sem á eftir komu.“ Hún segir gömlu lækningahandritin bera samnorræn og evrópsk einkenni. „Þau hafa verið eignuð danska grasafræðingnum og lækninum Henrik Harpestræng. Hann sótti lækningaþekkingu líkt og aðrir Evrópumenn þess tíma til Salerno-skólans á Ítalíu. Íslensku handritin sem bera líkindi af ritum Harpestrængs eru talin hafa borist til Íslands frá Danmörku eða Noregi,“ segir hún. „Eitt þessara handrita kalla ég „Hrafnsbók“ og tel að hugsanlega megi rekja skrifin til Hrafns Sveinbjarnarsonar goða í Dýrfirðingagoðorði, þekktasta læknis Íslands á miðöldum. Hann var samtímamaður Harpestrængs á 12. og 13. öld. Ég tel líklegt að Hrafn hafi komist yfir lækningahandrit Harpestrængs og hugsanlega bætt þar við eigin þekkingu,“ segir hún. „Hrafnsbók“ var afrituð árið 1387 á Geirröðareyri sem nú heitir Narfeyri á Snæfellsnesi. Ólína leiðir líkur að því að bókin hafi verið afrit af eldri lækningabók í eigu ættmenna Hrafns sem bjuggu á Geirröðareyri á 12. og 13. öld. Bókin er að hennar sögn í anda Harpestrængs og þekkingarlega tengd Salerno-skólanum, enda séu jurtirnar sem í henni eru nefndar flestar erlendar. „Þessar bækur og handrit ganga í ýmsum afskriftum í gegnum aldirnar. Einu og öðru er síðan bætt inn í þær af skrifurum þess tíma og þegar kemur fram á 17. öld er efni þeirra orðið mjög blendið. Bætt er við rúnum, galdrastöfum, særingum, bænum og ýmsu hjátrúartengdu efni.“ Að sögn Ólínu voru viðhorf til mannslíkamans og lækninga önnur og heildrænni en síðar varð í kjölfar vísindabyltingar 20. aldar. „Framrás lækninga samtímans kallaði á oftrú á getu vísindanna með miklum inngripum og vantrú á þekkingu fyrri alda. Læknavísindin urðu sífellt sérhæfðari og á þrengri sviðum. En á síðustu áratugum höfum við séð ákveðið afturhvarf til eldri viðhorfa gagnvart mannslíkamanum samfara kröfu um heildrænni nálgun og hugsun í lækningum með minna inngripi. Hollustuhættir, lýðheilsa og heildræn nálgun eru krafa nýrra tíma líkt og Hippókrates boðaði. Fortíðin vitjar okkar þannig á ný.“ Í bókinni nýtir Ólína aðferðir ólíkra vísindagreina til að nálgast læknisdóma liðinna alda á áhugaverðan hátt. Þannig nýtir hún bókmenntafræði, sagnfræði, þjóðfræði og menningar- og félagssögu til að varpa ljósi á viðfangsefnið og ausa úr fróðleiksbrunnum fortíðar. Í bókinni er ítarleg heimildaskrá og gagnlegir viðaukar um heiti erlendra og innlendra lækningajurta og hvernig þær nýttust til lækninga. Þetta er fræðandi og skemmtilegt rit og til þess hefur verið vandað.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira