Erlent

Pútín vill að Wikipedia verði skipt út fyrir rússneskt alfræðirit

Andri Eysteinsson skrifar
Best yrði ef nýtt og áreiðanlegra rússneskt alfræðirit tæki við af Wikipedia í Rússlandi. Þeirrar skoðunar er Rússlandsforseti, Vladímír Pútín en hann greindi frá skoðuninni á fundi í Kreml í dag. Guardian greinir frá.

Fundað var í Kreml um framtíð rússneskunnar en einn fundargesta beindi spurning að forsetanum þar sem hann gagnrýndi notkun á Wikipedia-greinum í rússnesku réttarkerfi.

„Hvað varðar Wikipedia tel ég að best væri að skipta Wikipedia út fyrir nýju stóru rússnesku alfræðibókina á rafrænu form,“ er haft eftir forsetanum. Rússneska alfræðibókin sem Pútín minntist á var gefin út á árunum 2007-2014.

Rússnesk stjórnvöld hafa áætlað að veita 1,7 milljörðum rússneskra rúblna í verkefni sem snýr að því að hanna og koma á laggirnar rússnesku alfræðiriti á Internetinu í anda Wikipedia á næstu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×