Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Guðmundur segir að gervigreind geri fyrirtæki betri. Fréttablaðið/Ernir Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira