Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 15:55 Ólafur var léttur þegar Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. mynd/stöð 2 Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55
Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08