Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 15:55 Ólafur var léttur þegar Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. mynd/stöð 2 Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55
Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08