Luka Doncic hreinskilinn eftir leik: Þeir björguðu mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 07:30 Luka Doncic hefur byrjað tímabilið vel en var næstum því búinn að kasta frá sér sigrinum í nótt. Getty/Tom Pennington Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Philadelphia 76ers vann fyrstu fimm leiki sína á nýju tímabili í NBA-deildinni en hefur nú tapað tveimur þeim síðustu. Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum. Luka Doncic gerði vissulega sitt í 107-106 sigri Dallas Mavericks á Orlando Magic með því að skora 27 stig, taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Hann gerði líka stór mistök í lok leiksins sem hefðu getað kostað Dallas liðið sigurinn.27 PTS | 7 REB | 7 AST@luka7doncic propels the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/l0NUiZ6tN0 — NBA (@NBA) November 7, 2019 Dallas Mavericks tapaði tveimur boltum, einu stigi yfir, á lokamínútunni en liðsmönnum Orlando Magic tókst ekki að nýta sér það hinum megin á vellinum. Aaron Gordon fékk dæmda á sig tvo ruðninga á lokamínútunni. Seth Curry gaf Orlando Magic enn einn möguleikann með því að klikka á tveimur vítaskotum en þriggja stiga skot Nikola Vucevic á flautunni geigaði. Slóveninn Luka Doncic var hreinskilinn eftir leik og hrósaði Dallas vörninni. „Þeir björguðu mér,“ sagði Doncic sem var aðeins þremur fráköstum og þremur stoðsendingum frá þrennu í þriðja leiknum í röð. „Ég tók ekki rétta ákvörðun í sókninni en strákarnir björguðu mér í vörnini,“ sagði Doncic.Donovan Mitchell var með 25 stig og 8 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann Philadelphia 76ers í hörkuleik 106-104. Bojan Bogdanovic skoraði 20 stig og Rudy Gobert var með 14 stig og 16 fráköst. 76ers var um tíma eina taplausa lið deildarinnar en eftir fimm sigra í fyrstu fimm leikjunum hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá 76ers með 27 stig og 16 fráköst en Josh Richardson var með 24 stig. Ben Simmons lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla á öxl og var bara með 2 stig og 2 stoðsendingar á 10 mínútum í leiknum.@JHarden13 erupts for 36 PTS, 13 AST, 3 STL, 3 BLK as the @HoustonRockets take care of business at home! #OneMissionpic.twitter.com/eACttXkJv5 — NBA (@NBA) November 7, 2019James Harden hefur oft tapað mikilvægum leikjum á móti Golden State Warriors undanfarin ár og mætti blóðþyrstur til leiks í nótt. Harden var með 36 stig og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets burstaði Golden State Warriors 129-112. Russell Westbrook var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Warriors-liðið hefur þar með tapað sex af átta leikjum sínum á tímabilinu. James Harden hefur heldur betur safnað stigunum í upphafi leiktíðar en hann er með 292 stig í fyrstu átta leikjunum eða 36,5 stig að meðaltali. Þetta er það mesta í fyrstu átta leikjunum síðan að Michael Jordan skoraði 303 stig tímabilið 1988-89.The @Bucks win their 4th straight! #FearTheDeer Giannis finishes with 38 PTS, 16 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL! pic.twitter.com/XTmdUfawc7 — NBA (@NBA) November 7, 2019Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik þegar Milwaukee Bucks vann 129-124 útisigur á Los Angeles Clippers. Clippers hvíldi Kawhi Leonard í annað skiptið í vetur og tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Antetokounmpo endaði leikinn með 38 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar.Pascal Siakam heldur áfram að leiða meistaralið Toronto Raptors í titilvörninni en hann var með 23 stig og 13 fráköst í sigri á Sacramento Kings í nótt. Kyle Lowry bætti við 24 stigum og NBA-meistararnir hafa unnið fimm af sjö fyrstu leikjum sínum þrátt fyrir að hafa misst tvo lykilmenn í sumar.47 PTS combined@Klow7 (24 PTS, 6 AST, 5 3PM) and @pskills43 (23 PTS, 13 REB, 5 AST) lead the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/pbH339RQPg — NBA (@NBA) November 7, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Milwaukee Bucks 124-129 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 106-104 Dallas Mavericks - Orlando Magic 107-106 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 137-121 Atlanta Hawks - Chicago Bulls 93-113 Houston Rockets - Golden State Warriors 129-112 Toronto Raptors - Sacramento Kings 124-120 Detroit Pistons - New York Knicks 122-102 Indiana Pacers - Washington Wizards 121-106CAREER-HIGH 27 PTS! @satoransky goes 10-for-13 from the field to lift the @chicagobulls! #BullsNation 27 PTS | 7 REB | 8 AST | 4 3PM pic.twitter.com/rlhdDmbzU8 — NBA (@NBA) November 7, 2019
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira