Rannsakandi segir Irishman byggða á lygi Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2019 10:00 Robert De Niro leikur Frank Sheeran í The Irishman. Netflix Nýjasta mynd Martin Scorsese The Irishman, eða Írinn, er í kvikmyndahús í skamman tíma áður en hún verður sýnd á streymisveitunni Netflix.Þeir sem vilja lítið vita um söguþráð myndarinnar áður en þeir sjá hana ættu að hætta lestri hér. Myndin rekur fullorðins ár Frank Sheeran, uppgjafarhermanns sem gerist launmorðingi fyrir mafíuna. Sheeran sagðist bera ábyrgð á dauða verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa sem hvarf árið 1975. Handrit myndarinnar er byggt á ævisögu Sheeran, I Heard You Paint Houses, sem rituð var af Charles Brandt. Er bókin byggð á viðtölum sem Brandt tók við Sheeran yfir nokkuð langt tímabil áður en sá síðarnefndi lést árið 2003. Þar sagðist Sheeran hafa farið með félaga sinn Hoffa í hús í borginni Detroit í Bandaríkjunum og skotið hann þar tvívegis í hnakkann.„Bob, það er verið að plata þig!" Þessi játning Sheeran hefur verið hrakin af rannsóknarblaðamönnum og fulltrúum innan bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í grein sem birt var á vef The Daily Beast. Blaðamaðurinn Vince Wade ræddi við rannsóknarblaðamanninn Dan Moldea, sem hefur unnið að Hoffa-málinu árum saman og gaf út bók sem nefnist The Hoffa Wars. Lík Hoffa fannst aldrei og ekki heldur blóð hans í húsinu þar sem hann átti að hafa verið myrtur. Moldea sagði við The Daily Beast að hann hefði hitt Robert De Niro í eigin persónu árið 2014 þegar lá fyrir að leikarinn tæki þátt í framleiðslu myndar sem byggð væri á ævisögu Sheerans.Spjallið varð óvinveitt Sagðist Moldea hafa varað De Niro við því að leika í myndinni því hún væri byggð á lygi. „Ég sagði mjög skýrt við hann: Bob, það er verið að plata þig,“ rifjar Moldea upp í samtali við The Daily Beast. Hann sagði De Niro hafa verið afskaplega vingjarnlegan en Moldea var það sjálfur ekki. Hann sagðist hafa áttað sig á því að þetta væri eina tækifærið hans til að ræða við leikarann í eigin persónu. Hann var ákveðinn við De Niro, líkt og De Niro er oftast sjálfur í sínum myndum, til að tryggja að leikarinn næði boðskap hans. Hann sagði De Niro hafa móðgast við þetta og spjallið varð fljótt óvinveitt.Al Pacino leikur Jimmy Hoffa í The IrishmanNetflixHoffa fæddist árið 1913 í Indiana og varð fljótt viðloðinn verkalýðsbaráttu. Árið 1957 var hann kjörinn forseti Teamsters-verkalýðshreyfingarinnar, sem var með höfuðstöðvar í Detroit. Varð hreyfingin undir stjórn Hoffa ein sú öflugasta í Bandaríkjunum. Á meðan Hoffa sat þar við völd var hann í miklu sambandi við mafíu-foringja sem höfðu náð að smjúga sér inn í verkalýðshreyfingar í Bandaríkjunum.Náðaður af Nixon Náði þessi deila alla leið inn á bandaríska þingið því þar sat þingmaður að nafni Robert Kennedy, bróðir John F. Kennedy, sem fór í mikla herferð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sem ríkissaksóknari stofnaði Robert Kennedy starfshópinn „Get Hoffa“ og fór svo að hann hafði hendur í hári Hoffa. Árið 1964 var Hoffa dæmdur fyrir að reyna að múta kviðdómara. Hlaut hann átta ára fangelsisvist fyrir vikið. Árið síðar var hann dæmdur fyrir svik tengd lífeyrissjóði en hann hóf afplánun árið 1967. Árið 1971 ákvað þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, að náða Hoffa en þó með einu skilyrði, hann mætti ekki koma nálægt starfi verkalýðshreyfinga fyrr en árið 1980. Á meðan Hoffa sat inni tók fyrrum náinn samstarfsfélagi hans, Frank Fitzsimmons, við stjórn í Teamsters-hreyfingunni. Fitzsimmons var ekki lengi að veita mafíunni aðgang að lífeyrissjóðum hreyfingarinnar.Mafíósi hafði horn í síðu Hoffa Anthony „Tony Pro“ Provenzano, valdamikill glæpamaður frá New Jersey og félagi í Teamsters, sat inni á sama tíma og Hoffa í fangelsi. Talið er að slest hafi upp á vinskap þeirra vegna lífeyrissjóðsmála hreyfingarinnar. Árið 1975 voru þeir báðir lausir úr fangelsi en sambandið hafði ekkert skánað. Hoffa hét því að ná aftur völdum í verkalýðshreyfingunni en það mætti mikilli andstöðu hjá hættulegum og valdamiklum mönnum innan mafíunnar, þá sérstaklega þeirra sem tengdust Provenzano. Höfðu þeir mjólkað lífeyrissjóði samtakanna undir stjórn Fitzsimmons. Óttuðust menn innan mafíunnar að það myndi stoppa ef Hoffa næði völdum.Jimmy Hoffa árið 1957.Vísir/GettySumarið 1975 hvarf Hoffa og hefur ekki sést síðan.Var á leið á sáttafund Á því ári höfðu menn innan mafíunnar hvatt Hoffa til að sitja sáttafund með Provenzano til að hreinsa loftið. Hoffa var lengi vel mótfallinn þeirri hugmynd en ákvað að lokum að samþykkja að sitja slíkan fund. Hoffa sagði eiginkonu sinni að hann væri að fara að hitta Provenzano, það var það síðasta sem hún heyrði frá honum. Sá sem átti að miðla málum á fundinum var glæpamaðurinn Anthony „Tony Jack“ Giacalone, sem tilheyrði Detroit-mafíunni. Hoffa sást síðast á bílastæði Machus Red Fox-veitingastaðarins í Detroit. Hann hafði víst staðið þar í um klukkustund áður en hann hvarf. Á sama tíma var Giacalone á klippingu á nálægri rakarastofu og sá til þess að ekki færi á milli mála að væri þar. Provenzano var í New Jersey og með heilan helling af sjónarvottum til að staðfesta það. Rannsókn FBI benti ekki til Sheeran Talið er að Provenzano hafi fengið leyfi frá valdamestu mönnum mafíunnar til að láta Hoffa hverfa.Í grein The Daily Beast er rætt við rannsakendur innan FBI sem segja Frank Sheeran og Jimmy Hoffa hafa verið góða vini en ekkert bendi til þess að Sheeran hafi eitthvað haft með hvarf Hoffa að gera. Nafn Sheerans var ekki áberandi í rannsókn FBI á hvarfi Hoffa. Frank Sheeran lést 83 ára að aldri árið 2003 en ævisaga hans kom út árið 2004. Í grein Daily Beast er því haldið fram að ekki komi allt heim og saman í ævisögu Sheerans og ævisagnaritaranum, lögmanninum Charles Brandt, hefði láðst að ganga úr skugga að allt væri satt og rétt sem Sheeran sagði.Gróðavon hafi ráðið för Moldea heldur því fram að Sheeran hafi gengist við því að myrða Hoffa til að fá peninga til að skilja eftir fyrir fjölskyldu sína. „Hann gekkst við glæp sem hann framdi ekki,“ er haft eftir Moldea. Vill Moldea meina að sannleikurinn eigi ekki eftir að skipta almenning máli. Áhorfendur þrá að sjá frábæra mynd. Moldea sagði að Irishman verði að öllum líkindum frábær mynd en þó fjarri sannleikanum. Kafað dýpra Netflix Tengdar fréttir Lengsta og dýrasta mynd Scorsese fjallar um eina helstu ráðgátu Bandaríkjanna Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel. 3. september 2019 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta mynd Martin Scorsese The Irishman, eða Írinn, er í kvikmyndahús í skamman tíma áður en hún verður sýnd á streymisveitunni Netflix.Þeir sem vilja lítið vita um söguþráð myndarinnar áður en þeir sjá hana ættu að hætta lestri hér. Myndin rekur fullorðins ár Frank Sheeran, uppgjafarhermanns sem gerist launmorðingi fyrir mafíuna. Sheeran sagðist bera ábyrgð á dauða verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa sem hvarf árið 1975. Handrit myndarinnar er byggt á ævisögu Sheeran, I Heard You Paint Houses, sem rituð var af Charles Brandt. Er bókin byggð á viðtölum sem Brandt tók við Sheeran yfir nokkuð langt tímabil áður en sá síðarnefndi lést árið 2003. Þar sagðist Sheeran hafa farið með félaga sinn Hoffa í hús í borginni Detroit í Bandaríkjunum og skotið hann þar tvívegis í hnakkann.„Bob, það er verið að plata þig!" Þessi játning Sheeran hefur verið hrakin af rannsóknarblaðamönnum og fulltrúum innan bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í grein sem birt var á vef The Daily Beast. Blaðamaðurinn Vince Wade ræddi við rannsóknarblaðamanninn Dan Moldea, sem hefur unnið að Hoffa-málinu árum saman og gaf út bók sem nefnist The Hoffa Wars. Lík Hoffa fannst aldrei og ekki heldur blóð hans í húsinu þar sem hann átti að hafa verið myrtur. Moldea sagði við The Daily Beast að hann hefði hitt Robert De Niro í eigin persónu árið 2014 þegar lá fyrir að leikarinn tæki þátt í framleiðslu myndar sem byggð væri á ævisögu Sheerans.Spjallið varð óvinveitt Sagðist Moldea hafa varað De Niro við því að leika í myndinni því hún væri byggð á lygi. „Ég sagði mjög skýrt við hann: Bob, það er verið að plata þig,“ rifjar Moldea upp í samtali við The Daily Beast. Hann sagði De Niro hafa verið afskaplega vingjarnlegan en Moldea var það sjálfur ekki. Hann sagðist hafa áttað sig á því að þetta væri eina tækifærið hans til að ræða við leikarann í eigin persónu. Hann var ákveðinn við De Niro, líkt og De Niro er oftast sjálfur í sínum myndum, til að tryggja að leikarinn næði boðskap hans. Hann sagði De Niro hafa móðgast við þetta og spjallið varð fljótt óvinveitt.Al Pacino leikur Jimmy Hoffa í The IrishmanNetflixHoffa fæddist árið 1913 í Indiana og varð fljótt viðloðinn verkalýðsbaráttu. Árið 1957 var hann kjörinn forseti Teamsters-verkalýðshreyfingarinnar, sem var með höfuðstöðvar í Detroit. Varð hreyfingin undir stjórn Hoffa ein sú öflugasta í Bandaríkjunum. Á meðan Hoffa sat þar við völd var hann í miklu sambandi við mafíu-foringja sem höfðu náð að smjúga sér inn í verkalýðshreyfingar í Bandaríkjunum.Náðaður af Nixon Náði þessi deila alla leið inn á bandaríska þingið því þar sat þingmaður að nafni Robert Kennedy, bróðir John F. Kennedy, sem fór í mikla herferð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sem ríkissaksóknari stofnaði Robert Kennedy starfshópinn „Get Hoffa“ og fór svo að hann hafði hendur í hári Hoffa. Árið 1964 var Hoffa dæmdur fyrir að reyna að múta kviðdómara. Hlaut hann átta ára fangelsisvist fyrir vikið. Árið síðar var hann dæmdur fyrir svik tengd lífeyrissjóði en hann hóf afplánun árið 1967. Árið 1971 ákvað þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, að náða Hoffa en þó með einu skilyrði, hann mætti ekki koma nálægt starfi verkalýðshreyfinga fyrr en árið 1980. Á meðan Hoffa sat inni tók fyrrum náinn samstarfsfélagi hans, Frank Fitzsimmons, við stjórn í Teamsters-hreyfingunni. Fitzsimmons var ekki lengi að veita mafíunni aðgang að lífeyrissjóðum hreyfingarinnar.Mafíósi hafði horn í síðu Hoffa Anthony „Tony Pro“ Provenzano, valdamikill glæpamaður frá New Jersey og félagi í Teamsters, sat inni á sama tíma og Hoffa í fangelsi. Talið er að slest hafi upp á vinskap þeirra vegna lífeyrissjóðsmála hreyfingarinnar. Árið 1975 voru þeir báðir lausir úr fangelsi en sambandið hafði ekkert skánað. Hoffa hét því að ná aftur völdum í verkalýðshreyfingunni en það mætti mikilli andstöðu hjá hættulegum og valdamiklum mönnum innan mafíunnar, þá sérstaklega þeirra sem tengdust Provenzano. Höfðu þeir mjólkað lífeyrissjóði samtakanna undir stjórn Fitzsimmons. Óttuðust menn innan mafíunnar að það myndi stoppa ef Hoffa næði völdum.Jimmy Hoffa árið 1957.Vísir/GettySumarið 1975 hvarf Hoffa og hefur ekki sést síðan.Var á leið á sáttafund Á því ári höfðu menn innan mafíunnar hvatt Hoffa til að sitja sáttafund með Provenzano til að hreinsa loftið. Hoffa var lengi vel mótfallinn þeirri hugmynd en ákvað að lokum að samþykkja að sitja slíkan fund. Hoffa sagði eiginkonu sinni að hann væri að fara að hitta Provenzano, það var það síðasta sem hún heyrði frá honum. Sá sem átti að miðla málum á fundinum var glæpamaðurinn Anthony „Tony Jack“ Giacalone, sem tilheyrði Detroit-mafíunni. Hoffa sást síðast á bílastæði Machus Red Fox-veitingastaðarins í Detroit. Hann hafði víst staðið þar í um klukkustund áður en hann hvarf. Á sama tíma var Giacalone á klippingu á nálægri rakarastofu og sá til þess að ekki færi á milli mála að væri þar. Provenzano var í New Jersey og með heilan helling af sjónarvottum til að staðfesta það. Rannsókn FBI benti ekki til Sheeran Talið er að Provenzano hafi fengið leyfi frá valdamestu mönnum mafíunnar til að láta Hoffa hverfa.Í grein The Daily Beast er rætt við rannsakendur innan FBI sem segja Frank Sheeran og Jimmy Hoffa hafa verið góða vini en ekkert bendi til þess að Sheeran hafi eitthvað haft með hvarf Hoffa að gera. Nafn Sheerans var ekki áberandi í rannsókn FBI á hvarfi Hoffa. Frank Sheeran lést 83 ára að aldri árið 2003 en ævisaga hans kom út árið 2004. Í grein Daily Beast er því haldið fram að ekki komi allt heim og saman í ævisögu Sheerans og ævisagnaritaranum, lögmanninum Charles Brandt, hefði láðst að ganga úr skugga að allt væri satt og rétt sem Sheeran sagði.Gróðavon hafi ráðið för Moldea heldur því fram að Sheeran hafi gengist við því að myrða Hoffa til að fá peninga til að skilja eftir fyrir fjölskyldu sína. „Hann gekkst við glæp sem hann framdi ekki,“ er haft eftir Moldea. Vill Moldea meina að sannleikurinn eigi ekki eftir að skipta almenning máli. Áhorfendur þrá að sjá frábæra mynd. Moldea sagði að Irishman verði að öllum líkindum frábær mynd en þó fjarri sannleikanum.
Kafað dýpra Netflix Tengdar fréttir Lengsta og dýrasta mynd Scorsese fjallar um eina helstu ráðgátu Bandaríkjanna Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel. 3. september 2019 11:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lengsta og dýrasta mynd Scorsese fjallar um eina helstu ráðgátu Bandaríkjanna Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel. 3. september 2019 11:15