Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 15:05 Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið reglulegur gestur í dómssal undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira