Sáttasemjari fenginn til að miðla málum á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 17:08 Starfsfólk við skólann er ósátt með launin sín. Fréttablaðið/Pjetur Sérstakur ráðgjafi og sáttasemjari hefur verið ráðinn til þess að miðla málum milli aðila að stofnanasamningi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Starfsfólk við skólann hefur þrýst á yfirvöld að ráðning skólameistara verði flýtt og laun starfsfólks leiðrétt, svo þau verði sambærileg þeim sem tíðkist í öðrum framhaldsskólum. Flestir kennarar skrifuðu í byrjun október undir vantraustsyfirlýsingu á núverandi skólameistara skólans, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, og óskuðu þess við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að hún yrði ekki ráðin aftur skólameistari. Ágústa hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar 2020. Telur hún að tilkynning þess efnis frá ráðherra hafi borist of seint. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, fagna þessu skrefi og vilja hrósa kennurum, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennskunni í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur. „Um leið og formenn vona innilega að góður árangur hljótist af sáttaumleitunum ber líka að fagna því að líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka.“ Viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin. Upplýsingar um ráðningu næsta skólameistara FVA hljóta því að birtast fljótlega. Akranes Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Uppsögn kostar ríkið milljónir Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 2. mars 2019 07:45 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sérstakur ráðgjafi og sáttasemjari hefur verið ráðinn til þess að miðla málum milli aðila að stofnanasamningi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Starfsfólk við skólann hefur þrýst á yfirvöld að ráðning skólameistara verði flýtt og laun starfsfólks leiðrétt, svo þau verði sambærileg þeim sem tíðkist í öðrum framhaldsskólum. Flestir kennarar skrifuðu í byrjun október undir vantraustsyfirlýsingu á núverandi skólameistara skólans, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, og óskuðu þess við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að hún yrði ekki ráðin aftur skólameistari. Ágústa hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar 2020. Telur hún að tilkynning þess efnis frá ráðherra hafi borist of seint. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, fagna þessu skrefi og vilja hrósa kennurum, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennskunni í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur. „Um leið og formenn vona innilega að góður árangur hljótist af sáttaumleitunum ber líka að fagna því að líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka.“ Viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin. Upplýsingar um ráðningu næsta skólameistara FVA hljóta því að birtast fljótlega.
Akranes Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Uppsögn kostar ríkið milljónir Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 2. mars 2019 07:45 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Uppsögn kostar ríkið milljónir Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. 2. mars 2019 07:45
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Enn einn þjóðþekktur vinningshafi í áskriftaleik blaðsins. 16. október 2019 16:26