Segir gríðarlegan styrk í að fá Elizu Reid til liðs við Íslandsstofu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 13:14 Eliza Reid mun mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hefur gert áður. vísir/vilhelm Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson. Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson.
Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27