Sport

Lukka sú fjórða besta á Norðurlöndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lukka í essinu sínu á mótinu í Finnlandi.
Lukka í essinu sínu á mótinu í Finnlandi. Sigurður Ólafur Sigurðsson

Lukka Mörk Sigurðardóttir hafnaði í fjórða sæti í flokki stúlkna á Norðurlandamótinu í klifri sem fram fór í Helsinki í Finnlandi um helgina. Níu klifrarar kepptu fyrir hönd Íslands á mótinu en alls voru um 180 keppendur.



Lukka náði bestu árangri Íslendinga með því að landa fjórða sætinu af 38 keppendum í flokki stúlkna. Hún var ein sjö íslenskra keppenda í yngri flokkum.



Kjartan Jónsson hafnaði í áttunda sæti í flokki fullorðinna en hann var annar tveggja íslenskra keppenda í þeim flokki.



Elmar Orri Gunnarsson, þjálfari íslenska hópsins, telur íslenskt klifurfólk fyllilega fært um að skipa sér sess meðal hinna fremstu í íþóttinni. Aðstöðuleysi hamli íslensku klifurfólki en keppnin um helgina fór fram í glæsilegum klifurhúsum í Helsinki.

Íslenski hópurinn sem keppti í Helsinki um helgina.Sigurður Ólafur Sigurðsson

Tengdar fréttir

Æfi klifur þegar ég kem heim úr skólanum

Lukka Mörk Sigurðardóttir er svo heppin að eiga klifurvegg í herberginu sínu enda er klettaklifur í uppáhaldi hjá henni ásamt fjallgöngum, útilegum og fleiru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×