Upphitun: Bottas þarf sigur til að stoppa Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 31. október 2019 23:00 Hamilton er með rúmlega níu fingur á titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira