Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 16:49 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm „Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira