Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2019 06:00 Íbúar á Egilsstöðum ganga til kosninga á laugardaginn. Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitarfélögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarðabyggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveitarstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upplifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum.Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart sameiningaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugardaginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst andinn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilatriðum í þessum kosningum en sameining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í tillögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði flýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitarfélag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira