Skipar samráðsnefnd um fiskeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Haft er eftir Kristjáni Þór að ákvörðun um stofnun nefndarinnar byggi á þeirri hugsun að stuðla verði að „nauðsynlegu samráði um uppbyggingu greinarinnar.“ Þannig eigi vísindin, hagsmunaaðilar og stjórnvöld sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í fiskeldi. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri er formaður nefndarinnar en í henni sitja einnig Bjarni Jónsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga, Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Með þessari nefnd erum við jafnframt að fylgja eftir þeirri ráðgjöf okkar helstu nágrannalanda, sem eru komin mun lengra en við Íslendingar í að byggja upp öflugt fiskeldi, að það sé lykilatriði að stuðla að náinni samvinnu þeirra lykilþátta sem koma að uppbyggingu greinarinnar,“ er meðal annars haft eftir Kristjáni Þór í tilkynningunni. „Ég tel augljóst að við getum látið þessa lykilþætti vinna betur saman og ég vind vonir við að samráðsnefndin sé mikilvægt skref í þá veru.“ Landsamband fiskeldisstöðva gekk til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í desember í fyrra. Varamenn í nefndinni eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Elías Blöndal Guðjónsson, Kristján Þórarinsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir og Karl Óttar Pétursson. Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Haft er eftir Kristjáni Þór að ákvörðun um stofnun nefndarinnar byggi á þeirri hugsun að stuðla verði að „nauðsynlegu samráði um uppbyggingu greinarinnar.“ Þannig eigi vísindin, hagsmunaaðilar og stjórnvöld sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í fiskeldi. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri er formaður nefndarinnar en í henni sitja einnig Bjarni Jónsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga, Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Með þessari nefnd erum við jafnframt að fylgja eftir þeirri ráðgjöf okkar helstu nágrannalanda, sem eru komin mun lengra en við Íslendingar í að byggja upp öflugt fiskeldi, að það sé lykilatriði að stuðla að náinni samvinnu þeirra lykilþátta sem koma að uppbyggingu greinarinnar,“ er meðal annars haft eftir Kristjáni Þór í tilkynningunni. „Ég tel augljóst að við getum látið þessa lykilþætti vinna betur saman og ég vind vonir við að samráðsnefndin sé mikilvægt skref í þá veru.“ Landsamband fiskeldisstöðva gekk til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í desember í fyrra. Varamenn í nefndinni eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Elías Blöndal Guðjónsson, Kristján Þórarinsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir og Karl Óttar Pétursson.
Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira