Hver viðvörunin á fætur annarri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 23:24 Hríðin er þegar farin að ágerast Vísir/vilhelm Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent