Kýs fremur vönduð föt en ferðir á barinn Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er hér í kjól frá Henrik Vibskov, sokkum úr Stefánsbúð og skóm frá Miista, sem fást í Yeoman. fbl/valli Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum (meðal annars), lauk nýverið skrifum á handriti að nýjum sjónvarpsþætti. Hekla er mikill skóunnandi og hófst sú ást með rauðum lakkskóm. Hekla fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum en hún er fædd á 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar, nánar tiltekið þann 14. júlí 1989. Líkt og franska þjóðin sem krafðist róttækra umbóta, er Hekla ástríðufull baráttukona gegn óréttlæti, eins og sjá má meðal annars í störfum hennar en hún vinnur um þessar mundir hjá UN Women.Geturðu sagt mér aðeins frá þér, hvað ertu að fást við og hver eru áhugamálin þín? Ég er lærður sviðshöfundur, starfandi handritshöfundur og sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women. Áhugamálin mín eru allt sem tengist jafnréttismálum og mannréttindabaráttu, ferðalög, góður matur, gott sjónvarp, gott grín, gott fólk, kvikmyndir, leikhús, tíska, hönnun, hreyfing, jóga og ýmislegt fleira.Hvenær byrjaði tískuáhuginn? Þegar ég var þriggja ára fékk ég rauða lakkskó fyrir jólin og ég var svo ástfangin af þeim að mamma þurfti að hafa sig alla við til að ég væri ekki að labba á veggi og detta niður tröppur því ég gat ekki hætt að horfa niður fyrir mig, svo hrifin var ég af þeim. Þarna hófst óslökkvandi ástarsamband mitt við fallega skó.Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er hér í kjól frá Henrik Vibskov, sokkabuxum frá Cobra í Kringlunni og í skóm frá VIvienne Westwood x Asics.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIHvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Skandinavísk götutíska á virkum, 70s diskó-glam um helgar. Lífs- og litagleði í fyrirrúmi.Hvaðan færðu innblástur? Úr sjónvarpi, leikhúsi, kvikmyndum, af Pinterest, Instagram, frá vinkonum mínum og fólkinu í kringum mig.Áttu þér uppáhaldshönnuði? Heldur betur. Íslenskir hönnuðir eru alltaf að gera frábæra hluti og af þeim eru Hildur Yeoman, Aníta Hirlekar og EYGLO í miklu uppáhaldi, svo er ég mjög hrifin af Vivienne Westwood, Stine Goya og Henrik Vibskov.Eyðirðu miklu í föt? Eflaust meiru en mörgum þætti skynsamlegt, en ég vel það fram yfir ferðir á barinn og að fara út að skemmta mér. Ég er reyndar farin að kaupa minna í ljósi vitundarvakningar um neyslu og framleiðsluhætti og splæsi frekar í eitthvað eigulegra sem endist betur og er framleitt á ábyrgari hátt en hjá fatarisunum.Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? Yfirhafnir, skór og húðvörur.Hérna er Hekla í kjól frá Stine Goya og skóm frá Vagabond.fbl/valliNotar þú fylgihluti og skart? Ég er yfirleitt með eyrnalokka og alltaf með hjúskaparhringana, annað skart nota ég mjög sjaldan.Hvar kaupir þú föt? Ég finn mér alltaf eitthvað fallegt í Stefánsbúð og Yeoman, stundum á Asos og svo leynast margar perlur í Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg. Ef ég er blönk stelst ég í skápinn hennar mömmu. Annars finnst mér verslanir á Íslandi almennt standa sig skelfilega illa í að bjóða upp á stærðaúrval sem hentar íslenskum konum.Áttu þeir einhverjar tískufyrirmyndir? Jemima Kirke, Vivienne Westwood, Zoe Kravitz, Tilda Swinton og tvíburasysturnar TK Wonder og Ciprianna Quann.Hver er uppáhaldsflíkin? Köflótt kápa í öllum regnbogans litum frá Mads Nørgaard sem ég festi kaup á í vor. Ef ég væri flík væri ég þessi kápa.Hvað er fram undan hjá þér í haust? Ég var að klára að skrifa sjónvarpsseríu ásamt góðu teymi en tökur á henni hefjast í nóvember. Þann 1. nóvember verður svo landssöfnunarþáttur UN Women, „Stúlka – ekki brúður“ á dagskrá RÚV en við erum búnar að vinna að honum í rúmt ár svo það er ein allsherjar uppskeruhátíð fram undan hjá mér. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum (meðal annars), lauk nýverið skrifum á handriti að nýjum sjónvarpsþætti. Hekla er mikill skóunnandi og hófst sú ást með rauðum lakkskóm. Hekla fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum en hún er fædd á 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar, nánar tiltekið þann 14. júlí 1989. Líkt og franska þjóðin sem krafðist róttækra umbóta, er Hekla ástríðufull baráttukona gegn óréttlæti, eins og sjá má meðal annars í störfum hennar en hún vinnur um þessar mundir hjá UN Women.Geturðu sagt mér aðeins frá þér, hvað ertu að fást við og hver eru áhugamálin þín? Ég er lærður sviðshöfundur, starfandi handritshöfundur og sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women. Áhugamálin mín eru allt sem tengist jafnréttismálum og mannréttindabaráttu, ferðalög, góður matur, gott sjónvarp, gott grín, gott fólk, kvikmyndir, leikhús, tíska, hönnun, hreyfing, jóga og ýmislegt fleira.Hvenær byrjaði tískuáhuginn? Þegar ég var þriggja ára fékk ég rauða lakkskó fyrir jólin og ég var svo ástfangin af þeim að mamma þurfti að hafa sig alla við til að ég væri ekki að labba á veggi og detta niður tröppur því ég gat ekki hætt að horfa niður fyrir mig, svo hrifin var ég af þeim. Þarna hófst óslökkvandi ástarsamband mitt við fallega skó.Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir er hér í kjól frá Henrik Vibskov, sokkabuxum frá Cobra í Kringlunni og í skóm frá VIvienne Westwood x Asics.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIHvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Skandinavísk götutíska á virkum, 70s diskó-glam um helgar. Lífs- og litagleði í fyrirrúmi.Hvaðan færðu innblástur? Úr sjónvarpi, leikhúsi, kvikmyndum, af Pinterest, Instagram, frá vinkonum mínum og fólkinu í kringum mig.Áttu þér uppáhaldshönnuði? Heldur betur. Íslenskir hönnuðir eru alltaf að gera frábæra hluti og af þeim eru Hildur Yeoman, Aníta Hirlekar og EYGLO í miklu uppáhaldi, svo er ég mjög hrifin af Vivienne Westwood, Stine Goya og Henrik Vibskov.Eyðirðu miklu í föt? Eflaust meiru en mörgum þætti skynsamlegt, en ég vel það fram yfir ferðir á barinn og að fara út að skemmta mér. Ég er reyndar farin að kaupa minna í ljósi vitundarvakningar um neyslu og framleiðsluhætti og splæsi frekar í eitthvað eigulegra sem endist betur og er framleitt á ábyrgari hátt en hjá fatarisunum.Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? Yfirhafnir, skór og húðvörur.Hérna er Hekla í kjól frá Stine Goya og skóm frá Vagabond.fbl/valliNotar þú fylgihluti og skart? Ég er yfirleitt með eyrnalokka og alltaf með hjúskaparhringana, annað skart nota ég mjög sjaldan.Hvar kaupir þú föt? Ég finn mér alltaf eitthvað fallegt í Stefánsbúð og Yeoman, stundum á Asos og svo leynast margar perlur í Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg. Ef ég er blönk stelst ég í skápinn hennar mömmu. Annars finnst mér verslanir á Íslandi almennt standa sig skelfilega illa í að bjóða upp á stærðaúrval sem hentar íslenskum konum.Áttu þeir einhverjar tískufyrirmyndir? Jemima Kirke, Vivienne Westwood, Zoe Kravitz, Tilda Swinton og tvíburasysturnar TK Wonder og Ciprianna Quann.Hver er uppáhaldsflíkin? Köflótt kápa í öllum regnbogans litum frá Mads Nørgaard sem ég festi kaup á í vor. Ef ég væri flík væri ég þessi kápa.Hvað er fram undan hjá þér í haust? Ég var að klára að skrifa sjónvarpsseríu ásamt góðu teymi en tökur á henni hefjast í nóvember. Þann 1. nóvember verður svo landssöfnunarþáttur UN Women, „Stúlka – ekki brúður“ á dagskrá RÚV en við erum búnar að vinna að honum í rúmt ár svo það er ein allsherjar uppskeruhátíð fram undan hjá mér.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Sjá meira