Tveir stuðningsmenn Liverpool rugluðust á Genk og Gent og misstu af leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 11:30 Stuðningsmenn Liverpool en ekki þó þeir sem viltust í Belgíu. Getty/ TF-Images Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti