Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2019 18:30 Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00