Erlent

Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana.
Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana. Vísir/GETTY/EPA
Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Hún var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í apríl.



Þá hafði hún setið í gæsluvarðhaldi í þónokkra mánuði og er lítið eftir af afplánun hennar. Til stóð að sleppa henni snemma í næsta mánuði en reglubreyting flýtti því og lögmaður hennar segir hana hafa sýnt góða hegðun í fangelsi. Því sé verið að sleppa henni núna.

Búist er við því að hún lendi í Rússlandi í kvöld og ætlar hún að fara til heimabæjar síns í Síberíu.

Sjá einnig: Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar



Aðgerðir hennar beindust að mestu gegn Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Þar að auki umgekkst hún forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum Repúblikana.

Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×