Innlent

Kæra á hendur Sveini Andra felld niður

Ari Brynjólfsson skrifar
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/vilhelm
Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara.

Var Sveinn Andri kærður í nóvember 2017 fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í tengslum við störf sín sem skiptastjóri félagsins EK1923 ehf. „Þetta var algjörlega viðbúið. Það var ekki einu sinni talið tilefni til að taka af mér skýrslu þetta var svo mikið bull. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur af því að þetta yrði ekki fellt niður,“ segir Sveinn Andri.

„Svona getur oft tekið tíma, það er eins og gengur, en það lá alltaf fyrir hvernig þetta færi.“

Þessi kæra er aðeins einn angi málsins. Á borði héraðssaksóknara liggur enn kæra Sveins Andra á hendur Skúla Gunnari og Guðmundi Hjaltasyni, framkvæmdastjóra Sjöstjörnunnar ehf. Snýr sú kæra að meintum skilasvikum og fjárdrætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×