Afgerandi forskot Íhaldsflokksins í aðdraganda atkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:59 Hvorki hefur gengið né rekið hjá Johnson í breska þinginu frá því að hann varð forsætisráðherra í júlí. Ekki er útlit fyrir að það breytist á mánudag. Vísir/EPA Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni. Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30
ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45
Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15