Íslenski boltinn

Fylkir nær í Þórð Gunnar og framlengir við Helga Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmennirnir eftir samningana í gær.
Leikmennirnir eftir samningana í gær. mynd/fylkir
Fylkismenn hafa þétt raðirnar fyrir næstu leiktíð í Pepsi Max-deild karla en Þórður Gunnar Hafþórsson hefur skrifað undir samning við félagið.

Samningur Þórðar er til þriggja ára en vængmaðurinn kemur til félagsins frá Vestra þar sem hann hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil.

Hann hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands en hann er fæddur árið 2001. Hann hefur skorað eitt mark í þeim níu unglingalandsleikjum sem hann hefur spilað.







Við sama tilefni skrifaði hinn 38 ára gamli Helgi Valur Daníelsson undir framlengingu á samningi sínum. Nýr samningur Helga er til eins árs.

Helgi Valur spilaði vel í Fylkis-liðinu í sumar og skoraði fjögur mörk í þeim tuttugu leikjum sem hann lék með Árbæjarliðinu í sumar.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson tóku við Fylki í haust af Helga Sigurðssyni sem hafði stýrt liðinu í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×