Smyrill í dekri í heimahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 19:30 Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki. Árborg Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki.
Árborg Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira