Smyrill í dekri í heimahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 19:30 Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki. Árborg Dýr Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki.
Árborg Dýr Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira