Formúla 1

Hamilton með rúmlega níu fingur á titlinum eftir sigur í Mexíkó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nánast orðinn heimsmeistari í sjötta sinn
Nánast orðinn heimsmeistari í sjötta sinn vísir/getty
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton sigraði Mexíkó kappaksturinn í Formúla 1 en honum lauk nú rétt í þessu. Félagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, kom þriðji í mark sem þýðir að Hamilton er ekki búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn endanlega.

Þetta var tíundi sigur Hamilton á tímabilinu og með sigri í Bandaríkjunum um næstu helgi tryggir hann sér heimsmeistaratitilinn í sjötta sinn á ferlinum.

Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og félagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð fjórði. 

Kappakstrinum verða gerð nánari skil á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×