Tiger sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 07:13 Tiger með verðlaunin sín í nótt. vísir/getty Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira