Lykilatriði að stefna Íslandsbanka hreyfi ekki við ritstjórnarlegu sjálfstæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2019 09:12 Lilja Alfreðsdóttir liggur undir feldi þessa dagana en skipan Þjóðleikhússtjóra er handan við hornið. Hún lýsir útspili Íslandsbanka og umræðunni þar í kring sem máli málanna. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Formaður Blaðamannafélags Íslands telur nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. Ráðherra lísti málinu sem „máli málanna“ síðan stefna bankans var kynnt í pistli sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, skrifaði á Vísi. Íslandsbanki ætlar ekki að auglýsa hjá þeim fjölmiðlum sem ekki gæta að kynjajafnréttindum í sinni dagskrárgerð. Edda og Birna Einarsdóttir bankastjóri telja að nú sé nóg talað og kominn tími á framkvæmdir.„Við viljum auðvitað öll hafa jafnrétti í samfélaginu okkar og erum mjög lánsöm að búa í samfélagi þar sem er lögð mikil áhersla á jafnréttismál. Bara þessi áhersla hefur skilað okkur mikilli efnahagslegri hagsæld. Mikil atvinnuþátttaka kvenna hefur valdið því að hagvöxtur er hærri á Norðurlöndunum og á Íslandi,“ segir Lilja. „Öll viljum við búa í þannig samfélagi þar sem bæði kynin hafa jafnan rétt á þátttöku hvort sem er í námi, starfi eða einhverju slíku.“Íslandsbanki hafi frelsi til að móta stefnu Varðandi þetta mál finnist ráðherra lykilatriði að fjölmiðlar hafi ritstjórnarlegt frelsi. „Við höfum heyrt af mörgum fjölmiðlum sem hafa áhyggjur af því. Að sama skapi hefur Íslandsbanki frelsi til að setja sér ákveðna stefnu en ber að sama skapi ábyrgð á þeirri stefnu.“ Lilja minnir á að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu og því skipti miklu máli að öll umgjörð þar í kring sé styrk og góð. „Við höfum verið að vinna að því í ríkisstjórn að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar til fjölmiðlafrumvarps sem samþykkt var í ríkisstjórn í maí og í framhaldinu lagt fyrir Alþingi. Meðal aðgerða sem ráðherra skoðar til að jafna stöðu á auglýsingamarkaði er að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en tryggja fé með öðrum hætti úr ríkissjóði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn, hafa líst yfir andstöðu við frumvarpið. Spjall ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun má heyra hér að neðan.Slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli Formaður Blaðamannafélags Íslands segir í pistli í morgun nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. „Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin?“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelm„Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera.“ Það hljóti einnig að verða að spyrja þess hvort sú „afdrifaríka stefna“ að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? „Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli?“ Stjórn bankans hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.“Málið var til umræðu í Víglínunnu á Stöð 2 í gær. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að tryggt þurfi að vera að stefna Íslandsbanka að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með afgerandi kynjahalla hafi ekki áhrif á ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla. Þetta kom fram í máli ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Formaður Blaðamannafélags Íslands telur nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. Ráðherra lísti málinu sem „máli málanna“ síðan stefna bankans var kynnt í pistli sem Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, skrifaði á Vísi. Íslandsbanki ætlar ekki að auglýsa hjá þeim fjölmiðlum sem ekki gæta að kynjajafnréttindum í sinni dagskrárgerð. Edda og Birna Einarsdóttir bankastjóri telja að nú sé nóg talað og kominn tími á framkvæmdir.„Við viljum auðvitað öll hafa jafnrétti í samfélaginu okkar og erum mjög lánsöm að búa í samfélagi þar sem er lögð mikil áhersla á jafnréttismál. Bara þessi áhersla hefur skilað okkur mikilli efnahagslegri hagsæld. Mikil atvinnuþátttaka kvenna hefur valdið því að hagvöxtur er hærri á Norðurlöndunum og á Íslandi,“ segir Lilja. „Öll viljum við búa í þannig samfélagi þar sem bæði kynin hafa jafnan rétt á þátttöku hvort sem er í námi, starfi eða einhverju slíku.“Íslandsbanki hafi frelsi til að móta stefnu Varðandi þetta mál finnist ráðherra lykilatriði að fjölmiðlar hafi ritstjórnarlegt frelsi. „Við höfum heyrt af mörgum fjölmiðlum sem hafa áhyggjur af því. Að sama skapi hefur Íslandsbanki frelsi til að setja sér ákveðna stefnu en ber að sama skapi ábyrgð á þeirri stefnu.“ Lilja minnir á að fjölmiðlar séu fjórða valdið í samfélaginu og því skipti miklu máli að öll umgjörð þar í kring sé styrk og góð. „Við höfum verið að vinna að því í ríkisstjórn að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar til fjölmiðlafrumvarps sem samþykkt var í ríkisstjórn í maí og í framhaldinu lagt fyrir Alþingi. Meðal aðgerða sem ráðherra skoðar til að jafna stöðu á auglýsingamarkaði er að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en tryggja fé með öðrum hætti úr ríkissjóði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn, hafa líst yfir andstöðu við frumvarpið. Spjall ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun má heyra hér að neðan.Slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli Formaður Blaðamannafélags Íslands segir í pistli í morgun nauðsynlegt að Íslandsbanki setji sér og birti gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár. „Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin?“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelm„Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera.“ Það hljóti einnig að verða að spyrja þess hvort sú „afdrifaríka stefna“ að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? „Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli?“ Stjórn bankans hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.“Málið var til umræðu í Víglínunnu á Stöð 2 í gær.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Bítið Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira